Af unglingalandsmóti á stóra sviðið í Eyjum Björk Eiðsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Guðrún Ýr fór á Þjóðhátíð í fyrsta sinn í fyrra og segist vonast eftir betra veðri í ár. FBL/Stefán Guðrún Ýr Eyfjörð upplifði sína fyrstu Þjóðhátíð í fyrra og segist full eftirvæntingar fyrir komandi verslunarmannahelgi en jafnframt vonast til að fá betra veður en síðast. „Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í fyrra, við vorum að spila á Bar 900 og fengum bilað veður. Fyrstu kynni mín af Þjóðhátíð voru því frekar blaut,“ segir Guðrún og hlær en hún og fleiri tónlistarmenn gistu í tjaldi í eina nótt. „Það var ansi kalt og blautt,“ viðurkennir Guðrún og býst við að gista í húsi nú í ár. „Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að koma fram á stóra sviðinu fyrir framan svona margt fólk.Keppti í fótbolta og frjálsum um verslunarmannahelgar Guðrún upplifði eins og fyrr segir sína fyrstu Þjóðhátíð á síðasta ári, þá sem skemmtikraftur. Fram að því segist Guðrún hafa stundað unglingalandsmótin um verslunarmannahelgina eða ferðast um landið með fjölskyldu sinni. „Á unglingsárunum var ég alltaf að keppa í fótbolta og frjálsum á Unglingalandsmótum um verslunarmannahelgina, svo hafa þetta aðallega verið ferðalög með fjölskyldunni eða Innipúkinn í bænum. Þjóðhátíð í fyrra var í raun í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru skrall um þessa helgi. Það var mjög mikil upplifun fyrir mig og verður örugglega bara skemmtilegra núna.“ Tilnefnd til Nordic Music Prize Plata GDRN, Hvað ef, er tilnefnd til Nordic Music Prize sem plata ársins en verðlaunin verða afhent í Ósló undir lok mánaðar. Tvær plötur íslensks tónlistarfólks eru tilnefndar en plata tónlistarkonunnar GYDA, Gyðu Valtýsdóttur, Evolution, hlaut einnig tilnefningu. Íslenska tónlistarfólkið keppir við ekki minni nöfn en Robyn og Jenny Wilson frá Svíþjóð, auk tónlistarfólks frá hinum Norðurlöndunum. „Það var eiginlega smá sjokk að frétta af þessari tilnefningu og auðvitað mikill heiður. Ég fer með flugi út á afhendinguna en ég var aðeins að gúgla hátíðina og sé að þetta er alveg „smóking fínt“,“ segir Guðrún. Þó hún sé ekki búin að ákveða hverju hún klæðist á stóra kvöldinu segir hún það „allt í vinnslu“. Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag, miðvikudag, en fyrstu nöfnin sem tilkynnt er að komi fram á hátíðinni eru auk GDRN Herra Hnetusmjör, tónlistarmaðurinn Huginn og raftónlistartvíeykið ClubDub. Fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum en aðstandendur lofa stærstu Þjóðhátíð til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Guðrún Ýr Eyfjörð upplifði sína fyrstu Þjóðhátíð í fyrra og segist full eftirvæntingar fyrir komandi verslunarmannahelgi en jafnframt vonast til að fá betra veður en síðast. „Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í fyrra, við vorum að spila á Bar 900 og fengum bilað veður. Fyrstu kynni mín af Þjóðhátíð voru því frekar blaut,“ segir Guðrún og hlær en hún og fleiri tónlistarmenn gistu í tjaldi í eina nótt. „Það var ansi kalt og blautt,“ viðurkennir Guðrún og býst við að gista í húsi nú í ár. „Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að koma fram á stóra sviðinu fyrir framan svona margt fólk.Keppti í fótbolta og frjálsum um verslunarmannahelgar Guðrún upplifði eins og fyrr segir sína fyrstu Þjóðhátíð á síðasta ári, þá sem skemmtikraftur. Fram að því segist Guðrún hafa stundað unglingalandsmótin um verslunarmannahelgina eða ferðast um landið með fjölskyldu sinni. „Á unglingsárunum var ég alltaf að keppa í fótbolta og frjálsum á Unglingalandsmótum um verslunarmannahelgina, svo hafa þetta aðallega verið ferðalög með fjölskyldunni eða Innipúkinn í bænum. Þjóðhátíð í fyrra var í raun í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru skrall um þessa helgi. Það var mjög mikil upplifun fyrir mig og verður örugglega bara skemmtilegra núna.“ Tilnefnd til Nordic Music Prize Plata GDRN, Hvað ef, er tilnefnd til Nordic Music Prize sem plata ársins en verðlaunin verða afhent í Ósló undir lok mánaðar. Tvær plötur íslensks tónlistarfólks eru tilnefndar en plata tónlistarkonunnar GYDA, Gyðu Valtýsdóttur, Evolution, hlaut einnig tilnefningu. Íslenska tónlistarfólkið keppir við ekki minni nöfn en Robyn og Jenny Wilson frá Svíþjóð, auk tónlistarfólks frá hinum Norðurlöndunum. „Það var eiginlega smá sjokk að frétta af þessari tilnefningu og auðvitað mikill heiður. Ég fer með flugi út á afhendinguna en ég var aðeins að gúgla hátíðina og sé að þetta er alveg „smóking fínt“,“ segir Guðrún. Þó hún sé ekki búin að ákveða hverju hún klæðist á stóra kvöldinu segir hún það „allt í vinnslu“. Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag, miðvikudag, en fyrstu nöfnin sem tilkynnt er að komi fram á hátíðinni eru auk GDRN Herra Hnetusmjör, tónlistarmaðurinn Huginn og raftónlistartvíeykið ClubDub. Fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum en aðstandendur lofa stærstu Þjóðhátíð til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira