Ævintýrasöngleikur í Iðnó 8. mars 2019 14:00 Rakel, formaður Fúríu, og Agnes Wild leikstjóri hlakka mikið til frumsýningarinnar. fréttablaðið/sigtryggur ari Nemendur Kvennó eru að tínast á æfingu í Iðnó eftir skóla þegar þetta viðtal fer fram. Rakel Svavarsdóttir, formaður leikfélagsins Fúríu, er mætt áður og búin að hengja upp leiktjöld ásamt fleirum. „Við erum að setja upp söngleikinn Srekk í fyrsta sinn hér á Íslandi og erum stolt af því,“ segir Rakel. „Það er sýning fyrir alla fjölskylduna.“ Hún segir Agnesi Wild leikstjóra eiga hugmyndina. „Agnes vann með okkur í fyrra og við fengum hana aftur því hún er æðisleg. Hún hefur séð Srekk erlendis, hann hefur verið sýndur á Broadway og West-End. Fyrst vorum við í stjórn leikfélagsins svolítið efins út af krefjandi búningum og leikmynd en svo fengum við flinkan hönnuð, Evu Björg Harðardóttur, sem hjálpaði okkur með þann þátt og Aníta Rós Þorsteinsdóttir er höfundur dansa.“ Sviðið í Iðnó má ekki minna vera þegar svona fjölmenn sýning er annars vegar en nemendur Kvennó kunna á það því þeir hafa sýnt þar í nokkur ár, að sögn Rakelar. „Í fáeinum atriðum er allur leikhópurinn á sviðinu í einu, samtals 29 manns,“ segir hún brosandi. En eru góðir söngvarar í skólanum? „Já, það er fullt af vönum söngvurum og svo er fjöldi fólks í sýningunni sem hafði aldrei sungið áður en við erum með frábæra söngstýru, Sigrúnu Harðardóttur, hún er góð að kenna fólki og því verður þetta mjög flott.“ Margir koma líka að sýningunni sem ekki fara á svið, Rakel bendir á að unnið sé að því að prenta leikskrá og plaköt sem eigi að fara að dreifa. En um hvað snýst söngleikurinn í stuttu máli? „Hann fjallar um tröllkarlinn Srekk sem vill búa einn í sinni mýri, langt frá ys og félagslífi en Farquad lávarður hatar ævintýrapersónur ríkisins og sendir þær allar út í mýrina. Tröllið verður bandbrjálað en samþykkir að bjarga prinsessunni Fíónu úr turni eldspúandi dreka, og vinna með því mýrina aftur. Þetta er langt ferðalag og hann lærir margt á leiðinni, til dæmis um vináttuna?…?já, svo er bara að bíða og sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Nemendur Kvennó eru að tínast á æfingu í Iðnó eftir skóla þegar þetta viðtal fer fram. Rakel Svavarsdóttir, formaður leikfélagsins Fúríu, er mætt áður og búin að hengja upp leiktjöld ásamt fleirum. „Við erum að setja upp söngleikinn Srekk í fyrsta sinn hér á Íslandi og erum stolt af því,“ segir Rakel. „Það er sýning fyrir alla fjölskylduna.“ Hún segir Agnesi Wild leikstjóra eiga hugmyndina. „Agnes vann með okkur í fyrra og við fengum hana aftur því hún er æðisleg. Hún hefur séð Srekk erlendis, hann hefur verið sýndur á Broadway og West-End. Fyrst vorum við í stjórn leikfélagsins svolítið efins út af krefjandi búningum og leikmynd en svo fengum við flinkan hönnuð, Evu Björg Harðardóttur, sem hjálpaði okkur með þann þátt og Aníta Rós Þorsteinsdóttir er höfundur dansa.“ Sviðið í Iðnó má ekki minna vera þegar svona fjölmenn sýning er annars vegar en nemendur Kvennó kunna á það því þeir hafa sýnt þar í nokkur ár, að sögn Rakelar. „Í fáeinum atriðum er allur leikhópurinn á sviðinu í einu, samtals 29 manns,“ segir hún brosandi. En eru góðir söngvarar í skólanum? „Já, það er fullt af vönum söngvurum og svo er fjöldi fólks í sýningunni sem hafði aldrei sungið áður en við erum með frábæra söngstýru, Sigrúnu Harðardóttur, hún er góð að kenna fólki og því verður þetta mjög flott.“ Margir koma líka að sýningunni sem ekki fara á svið, Rakel bendir á að unnið sé að því að prenta leikskrá og plaköt sem eigi að fara að dreifa. En um hvað snýst söngleikurinn í stuttu máli? „Hann fjallar um tröllkarlinn Srekk sem vill búa einn í sinni mýri, langt frá ys og félagslífi en Farquad lávarður hatar ævintýrapersónur ríkisins og sendir þær allar út í mýrina. Tröllið verður bandbrjálað en samþykkir að bjarga prinsessunni Fíónu úr turni eldspúandi dreka, og vinna með því mýrina aftur. Þetta er langt ferðalag og hann lærir margt á leiðinni, til dæmis um vináttuna?…?já, svo er bara að bíða og sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira