Suðað samþykki er ekki samþykki Björk Eiðsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:15 Sólborg Guðbrandsdóttir er ein fjögurra ungmenna sem leggja átakinu lið en hún heldur úti instagram reikningnum Fávitar og hélt tölu við athöfnina í gær. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“