Húsnæðisvandinn bitni á börnunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:23 Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma. Húsnæðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Félagsráðgjafi segir tíða flutninga og slæm búsetuskilyrði hafa mikil áhrif á líðan og félagsþroska barnanna, oft finni þau jafnvel fyrir skömm. Þær Soffía Hjördís Ólafsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir tóku viðtöl við ellefu börn sem eiga foreldra sem njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélagi. Börnin voru spurð um reynslu sína og upplifun og hvaða áhrif staða þeirra hefði á þeirra líf. „Það sem er svona kannski mest einkennandi fyrir þessi börn er að þau voru mjög meðvituð um húsnæðisstöðu sína. Þetta voru tíðir flutningar, lélegt húsnæði, ásigkomulag bæði varðandi hverfi og húsnæði almennt bara var ekki gott, það áttu þau flest sameiginegt,“ sagði Soffía í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Þar að auki reyndist tómstundaþátttaka barnanna stopul og ábyrgð þeirra mikil inni á heimili. „Húsnæðisþátttaka til dæmis áhrif á það að börnin voru ekki mikið að bjóða öðrum börnum heim til sín, þau voru ekki kannski að bjóða í afmæli. Þau voru að fara á mis við þessi tækifæri sem önnur börn ganga í raun og veru að vísu með sínum fjölskyldum,“ segir Soffía. „Það er svona þessi innri skömm barnanna helst sem kom í veg fyrir að þau hefðu sömu tækifæri og önnur börn.“ Hún segir þetta vera beina afleiðingu þeirrar stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. „Þarna erum við að heyra þetta bara beint, blákalt, frá börnunum sem að stundum eru bara tekin út fyrir þetta mengi. En þarna erum við bara að heyra hvaða áhrif þetta hefur á þau, þá raunstöðu sem að þau eru í núna. Við getum síðan gert okkur einhverja mynd um það hvað gerist í framtíðinni en þetta er bara staða þeirra og þeirra veruleiki.“ Hjördís Alma tekur í sama streng. „Þetta eru ekkert rosalega mörg börn, en þau eru allt of mörg þessi börn af því eitt barn sem lifir við fátækar aðstæður er of mikið, en við verðum að skoða þessi húsnæðismál. Það er eitthvað sem bráðliggur á að gera því það tengist inn á svo mörg önnur svið,“ segir Hjördís Alma.
Húsnæðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira