Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2019 18:21 Hatari og Friðrik Ómar þykja sigurstranglegir í Söngvakeppninni í ár. Hjólhýsin sjást hér parkeruð við Laugardalshöll í kvöld. Mynd/Samsett Friðrik Ómar var í dag mættur á keppnisstað Söngvakeppninnar með hjólhýsi til að hafa við Laugardalshöll en þeir í Hatari brugðust við með því að mæta með enn stærra hjólhýsi. Spennan magnast vegna Söngvakeppninnar sem fram fer annað kvöld, en þá keppa fimm flytjendur um það hver þeirra fer til Tel Aviv í Ísrael í maí og verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þau sem keppa um hylli þjóðarinnar á morgun eru hljómsveitin Hatari, sem flestir meta sem sigurstranglegasta og svo Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Spennu fylgja átök og þeirra sést staður jafnt utan sviðs sem innan. Klemens Nikulásson Hannigan, einn Hataramanna, stendur hér hreykinn við hjólhýsi sveitarinnar.Mynd/AðsendKeppnin annað kvöld verður haldin í Laugardalshöll, sem er auðvitað að upplagi handboltahús fyrst og fremst. Friðrik Ómar gat ekki séð þær aðstæður sem heppilegar fyrir búningsherbergi poppstjörnu, svitastorkið rými frá fornu fari og með klísturklessur á trébekkjum. Hann var því í dag mættur með hjólhýsi sem komið hefur verið fyrir bak við Höllina, hjá starfsmannainnganginum. Þá sem búningsherbergi sitt og afdrep. Samkvæmt heimildum Vísis mun meðlimum Hatara ekki hafa litist allskostar vel á að vera með þeim hætti settir skör lægra en Friðrik Ómar. Þeir gripu því einfaldlega til þess ráðs að fá sér einnig hjólhýsi þar sem þeir geta undirbúið sig, málað og farið í sinn sviðsklæðnað án þess að þurfa að blanda um of geði við aðra keppendur. Hatara-menn vildu sem sagt ekki minni menn vera en Friðrik Ómar og reyndar toppa þeir Dalvíkinginn knáa því þeirra hjólhýsi er talsvert stærra. Meðan hjólhýsi Friðriks Ómars er fimm metrar á lengd telur hjólhýsi Hatara níu metra. Af þessu má ráða að verulegur hiti sé að færast í leikinn og þurfa menn nú að troðast hver um annan þveran í rýminu sem er við starfsmannainnganginn bak við Laugardalshöllina.Hjólhýsi Hatara og Friðriks Ómars í rigningunni fyrir utan Laugardalshöll í kvöld.Vísir/VésteinnHjólhúsi Hataramanna er skreytt fánum sveitarinnar.Vísir/Vésteinn Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Friðrik Ómar var í dag mættur á keppnisstað Söngvakeppninnar með hjólhýsi til að hafa við Laugardalshöll en þeir í Hatari brugðust við með því að mæta með enn stærra hjólhýsi. Spennan magnast vegna Söngvakeppninnar sem fram fer annað kvöld, en þá keppa fimm flytjendur um það hver þeirra fer til Tel Aviv í Ísrael í maí og verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þau sem keppa um hylli þjóðarinnar á morgun eru hljómsveitin Hatari, sem flestir meta sem sigurstranglegasta og svo Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Spennu fylgja átök og þeirra sést staður jafnt utan sviðs sem innan. Klemens Nikulásson Hannigan, einn Hataramanna, stendur hér hreykinn við hjólhýsi sveitarinnar.Mynd/AðsendKeppnin annað kvöld verður haldin í Laugardalshöll, sem er auðvitað að upplagi handboltahús fyrst og fremst. Friðrik Ómar gat ekki séð þær aðstæður sem heppilegar fyrir búningsherbergi poppstjörnu, svitastorkið rými frá fornu fari og með klísturklessur á trébekkjum. Hann var því í dag mættur með hjólhýsi sem komið hefur verið fyrir bak við Höllina, hjá starfsmannainnganginum. Þá sem búningsherbergi sitt og afdrep. Samkvæmt heimildum Vísis mun meðlimum Hatara ekki hafa litist allskostar vel á að vera með þeim hætti settir skör lægra en Friðrik Ómar. Þeir gripu því einfaldlega til þess ráðs að fá sér einnig hjólhýsi þar sem þeir geta undirbúið sig, málað og farið í sinn sviðsklæðnað án þess að þurfa að blanda um of geði við aðra keppendur. Hatara-menn vildu sem sagt ekki minni menn vera en Friðrik Ómar og reyndar toppa þeir Dalvíkinginn knáa því þeirra hjólhýsi er talsvert stærra. Meðan hjólhýsi Friðriks Ómars er fimm metrar á lengd telur hjólhýsi Hatara níu metra. Af þessu má ráða að verulegur hiti sé að færast í leikinn og þurfa menn nú að troðast hver um annan þveran í rýminu sem er við starfsmannainnganginn bak við Laugardalshöllina.Hjólhýsi Hatara og Friðriks Ómars í rigningunni fyrir utan Laugardalshöll í kvöld.Vísir/VésteinnHjólhúsi Hataramanna er skreytt fánum sveitarinnar.Vísir/Vésteinn
Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00