Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2019 15:28 Samkvæmt könnun Maskínu eru Hatari og Friðrik Ómar líklegastir í Söngvakeppninni. Rúmlega 37% þeirra sem ætla að fylgjast með Söngvakeppninni munu líklegast kjósa lag Hatara, „Hatrið mun sigra“. Þetta kemur fram í könnun Maskínu en þar segir að á milli 23% og 24% ætla að kjósa lag Friðriks Ómars, „Hvað ef ég get ekki elskað“ og stefnir því í það að baráttan verði á milli Hatara og Friðriks Ómars. Rúmlega 11% ætla að kjósa lag Kristinu Bærendsen „Mama Said“. Tæplega 21% svarenda hafa ekki myndað sér skoðun á því hvaða lag þeir muni koma til með að kjósa. Samkvæmt könnuninni ætla 63 til 65 prósent Íslendinga að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Í tilkynningu frá Maskínu er tekið fram að enginn yngri en átján ára tók þátt í könnuninni. Karlar (42,9%) eru töluvert líklegri en konur (31,8%) til þess að kjósa Hatara. Konur eru líklegri til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,3%) en karlar (14,1%). Þá er mikill munur á því hvaða aldurshópar koma til með að kjósa Hatara. Á bilinu 10% og 11% þeirra sem eru 60 ára eða eldri ætla að kjósa Hatara samanborið við um 56% Íslendinga á aldrinum 40-49 ára. Íslendingar 60 ára og eldri eru líklegastir til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,7%) og fólk á aldrinum 40 til 49 ára ólíklegast (19,4%).Aðspurðir hvaða lag Íslendingar telji að muni sigra í Söngvakeppninni, segir nær helmingur að lag Hatara komi til með að bera sigur úr býtum. Á eftir Hatara kemur Friðrik Ómar, en á bilinu 24% og 25% telja að hann sigri í keppninni annað kvöld. Tæplega 62% Íslendinga sem ætla að kjósa Hatara telja að lagið sigri í keppninni en rúmlega 51% þeirra sem ætla að kjósa Friðrik Ómar telja að hann komi til með að sigra.Svarendur voru 704 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 22. febrúar- 1. mars 2019. Eurovision Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Rúmlega 37% þeirra sem ætla að fylgjast með Söngvakeppninni munu líklegast kjósa lag Hatara, „Hatrið mun sigra“. Þetta kemur fram í könnun Maskínu en þar segir að á milli 23% og 24% ætla að kjósa lag Friðriks Ómars, „Hvað ef ég get ekki elskað“ og stefnir því í það að baráttan verði á milli Hatara og Friðriks Ómars. Rúmlega 11% ætla að kjósa lag Kristinu Bærendsen „Mama Said“. Tæplega 21% svarenda hafa ekki myndað sér skoðun á því hvaða lag þeir muni koma til með að kjósa. Samkvæmt könnuninni ætla 63 til 65 prósent Íslendinga að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Í tilkynningu frá Maskínu er tekið fram að enginn yngri en átján ára tók þátt í könnuninni. Karlar (42,9%) eru töluvert líklegri en konur (31,8%) til þess að kjósa Hatara. Konur eru líklegri til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,3%) en karlar (14,1%). Þá er mikill munur á því hvaða aldurshópar koma til með að kjósa Hatara. Á bilinu 10% og 11% þeirra sem eru 60 ára eða eldri ætla að kjósa Hatara samanborið við um 56% Íslendinga á aldrinum 40-49 ára. Íslendingar 60 ára og eldri eru líklegastir til þess að kjósa Friðrik Ómar (32,7%) og fólk á aldrinum 40 til 49 ára ólíklegast (19,4%).Aðspurðir hvaða lag Íslendingar telji að muni sigra í Söngvakeppninni, segir nær helmingur að lag Hatara komi til með að bera sigur úr býtum. Á eftir Hatara kemur Friðrik Ómar, en á bilinu 24% og 25% telja að hann sigri í keppninni annað kvöld. Tæplega 62% Íslendinga sem ætla að kjósa Hatara telja að lagið sigri í keppninni en rúmlega 51% þeirra sem ætla að kjósa Friðrik Ómar telja að hann komi til með að sigra.Svarendur voru 704 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 22. febrúar- 1. mars 2019.
Eurovision Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp