Ráðherra segir umræðuna á villigötum Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í Reykjavík og í Hörgársveit í gær. Hann fundar í Borgarnesi og á Egilstöðum í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
„Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30