Hvaða veitingastaður seldi fyrsta hamborgara á Íslandi? Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:45 Einar Ísfjörð, verslunarstjóri Staðarskála, telur að fyrsti hamborgarinn hafi verið seldur í gamla Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Getur verið að fyrstu hamborgarar á Íslandi hafi verið seldir í Hrútafirði og fyrstu hamborgarabrauðin bökuð á Blönduósi? Í Staðarskála telja menn að fyrsti hamborgarinn hafi verið snæddur þar. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Hamborgarinn hefur lengi verið einn vinsælasti skyndibitaréttur landsmanna. En getur verið að það hafi verið norður í Hrútafirði sem þessi réttur birtist fyrst á matseðli íslensks veitingastaðar?Hamborgarar steiktir í nýja Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð í gærkvöldi rakti verslunarstjóri N1 í Staðarskála, Einar Ísfjörð, nokkur atriði úr sögu gamla Staðarskála. „Mér skilst að á sínum tíma hafi verið starfsstúlka sem hafi verið að vinna hjá þeim hérna í Staðarskála, sem hafi farið til Ameríku, og kom með frá Ameríku að þar væru steiktir hamborgarar og afgreiddir í brauði með korni,“ segir Einar.Var þetta fyrsti hamborgarastaðurinn á Íslandi? Veitingaskálinn á Stað var opnaður í júní árið 1960 og fór þá að selja hamborgara.Mynd/Staðarhópurinn.Bára Guðmundsdóttir, sem rak Staðarskála ásamt eiginmanni sínum og mági, bræðrunum Magnúsi og Eiríki Gíslasonum, telur að þetta hafi gerst í júní 1960 þegar fyrsti veitingaskálinn var opnaður. Stúlkan sem kynnti þeim hamborgarann heitir Steina Guðrún Hammer Guðmundsdóttir og er núna 88 ára gömul en hún hafði verið þerna á skipi í siglingum til Ameríku. Bára Guðmundsdóttir, einn af stofnendum Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Þeir tóku þetta náttúrulega strax bræðurnir og fóru að láta framleiða hamborgara og gerðu það hér í skálanum sjálfir. En þá fengu þeir engan til að baka fyrir sig brauð með korni. Það vildi enginn bakari baka brauð með korni, þótti þetta bara vitlaust,“ segir Einar. „En svo fengu þeir bakara á Blönduósi sem sá um að baka fyrir þá í mörg ár brauð með korni. Þar af leiðandi held ég að fyrsti hamborgarinn hafi nú verið snæddur hér í Staðarskála, - á Íslandi.“ Hamborgarabrauðin fyrir Staðarskála voru bökuð á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.-Þú heldur að það hafi enginn verið í Reykjavík fyrri til? „Ja, nú veit ég ekki. En við skulum segja úti á landi. Við skulum eigna okkur það.“ Og nú langar okkur að spyrja lesendur hvort einhver viti til þess að annar íslenskur veitingastaður hafi verið fyrri til að selja Íslendingum hamborgara. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnaþing vestra Matur Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45