Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 10:45 Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Vísir/vilhelm Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Þetta kemur fram í The Washington Post sem vísar í stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins en Viljinn skrifaði um þetta fyrstur innlendra miðla. Tarrant sendi forsætisráðherra Nýja-Sjálands téða stefnuyfirlýsingu í tölvupósti skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Tarrant ferðaðist víða um heim undanfarin ár en hann segir sjálfur í stefnuyfirlýsingu sinni að Evrópuferðalagið árið 2017 hefði haft djúpstæð áhrif á hann. Lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að kortleggja ferðir Tarrants. Þau reyna að hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Hann ferðaðist víða um heim í aðdraganda hryðjuverkanna og meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011. Hann segist hafa fylgst náið með forsetakosningunum í Frakklandi árið 2017 og hafa orðið reiður yfir innflytjendastefnu Frakka.Fjölskylda hryðjuverkamannsins er í áfalli.Vísir/APFjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir að heimshornaflakkið hefði breytt honum. Tarrant hefði ekki verið sami maður þegar hann kom til baka og hún þekki áður. Fitzgerald segist vera í algjöru áfalli yfir því að einhver í fjölskyldunni hennar hefði getað framið slíkt illvirki. Þetta sé einfaldlega of mikið til að hún geti meðtekið þetta. Amma Tarrants segir að fráfall föður hans hefði fengið mjög á hann en faðir hans lést úr krabbameini árið 2010. Fjölskylda Tarrants hafði ekki hugmynd um hann hefði þessar myrku fyrirætlanir og segir fjölskylduna alla vera í miklu áfalli. Systir og móðir Tarrants dveljast nú í húsnæði undir lögregluvernd. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Þetta kemur fram í The Washington Post sem vísar í stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins en Viljinn skrifaði um þetta fyrstur innlendra miðla. Tarrant sendi forsætisráðherra Nýja-Sjálands téða stefnuyfirlýsingu í tölvupósti skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Tarrant ferðaðist víða um heim undanfarin ár en hann segir sjálfur í stefnuyfirlýsingu sinni að Evrópuferðalagið árið 2017 hefði haft djúpstæð áhrif á hann. Lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að kortleggja ferðir Tarrants. Þau reyna að hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Hann ferðaðist víða um heim í aðdraganda hryðjuverkanna og meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011. Hann segist hafa fylgst náið með forsetakosningunum í Frakklandi árið 2017 og hafa orðið reiður yfir innflytjendastefnu Frakka.Fjölskylda hryðjuverkamannsins er í áfalli.Vísir/APFjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir að heimshornaflakkið hefði breytt honum. Tarrant hefði ekki verið sami maður þegar hann kom til baka og hún þekki áður. Fitzgerald segist vera í algjöru áfalli yfir því að einhver í fjölskyldunni hennar hefði getað framið slíkt illvirki. Þetta sé einfaldlega of mikið til að hún geti meðtekið þetta. Amma Tarrants segir að fráfall föður hans hefði fengið mjög á hann en faðir hans lést úr krabbameini árið 2010. Fjölskylda Tarrants hafði ekki hugmynd um hann hefði þessar myrku fyrirætlanir og segir fjölskylduna alla vera í miklu áfalli. Systir og móðir Tarrants dveljast nú í húsnæði undir lögregluvernd.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45