Vilja að áhrif málskots verði könnuð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 20:00 Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Dómstólasýslan vill að áhrif málskotsins verði könnuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Ákveðið hefur Landsréttur taki til starfa á nýá mánudaginn. Í tilkynningu sem rétturinn sendi frá sér í morgun kemur fram að einungis ellefu dómarar muni sinna dómarastörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Umræða hefur skapast um þessa ákvörðun og hefur til að mynda Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, haft þau ummæli uppi að dómurunum fjórum beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ekki sé hægt að líta framhjá dómi Mannréttindadómstólsins. „Auðvitað ber mönnum skylda til að gegna starfi sínum og mæta til vinnu. Hitt er annað mál að það liggur núna fyrir þessi niðurstaða um að þeirra embættisverk eða dómar brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum. Það er ekkert hægt að horfa einungis til þess að þeim beri skylda til að vinna vinnuna sína, það verður ekki litið fram hjá þessu,“ sagði Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Landsréttur kemur saman á mánudaginnVísir/Hanna Dómstólasýslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað er eftir því aðáður en endanleg ákvörðun verði tekin um að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins, verði áhrif málskotsins könnuð. Halldóra tekur undir orð Dómstólasýslunnar. Hún segir það skýrt liggja fyrir að annmarkar hafi veriðá skipaninni og að velta megi því upp í ljósi málsmeðferðartímans og réttaróvissunnar sem hér ríkir - hvort rétt sé að skjóta málinu áfram. „Er kannski bara hreinlegast að vinda ofan af þessu og byrja aftur frá núllpunkti frekar en að bíða áfram í óvissu og rétturinn getur ekki starfað nema í einhverjum skugga af þessum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Mér fannst það ágætis punktur í tilkynningu Dómstólasýslunnar,“ sagði Halldóra. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Dómstólasýslan vill að áhrif málskotsins verði könnuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Ákveðið hefur Landsréttur taki til starfa á nýá mánudaginn. Í tilkynningu sem rétturinn sendi frá sér í morgun kemur fram að einungis ellefu dómarar muni sinna dómarastörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Umræða hefur skapast um þessa ákvörðun og hefur til að mynda Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, haft þau ummæli uppi að dómurunum fjórum beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ekki sé hægt að líta framhjá dómi Mannréttindadómstólsins. „Auðvitað ber mönnum skylda til að gegna starfi sínum og mæta til vinnu. Hitt er annað mál að það liggur núna fyrir þessi niðurstaða um að þeirra embættisverk eða dómar brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum. Það er ekkert hægt að horfa einungis til þess að þeim beri skylda til að vinna vinnuna sína, það verður ekki litið fram hjá þessu,“ sagði Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Landsréttur kemur saman á mánudaginnVísir/Hanna Dómstólasýslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað er eftir því aðáður en endanleg ákvörðun verði tekin um að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins, verði áhrif málskotsins könnuð. Halldóra tekur undir orð Dómstólasýslunnar. Hún segir það skýrt liggja fyrir að annmarkar hafi veriðá skipaninni og að velta megi því upp í ljósi málsmeðferðartímans og réttaróvissunnar sem hér ríkir - hvort rétt sé að skjóta málinu áfram. „Er kannski bara hreinlegast að vinda ofan af þessu og byrja aftur frá núllpunkti frekar en að bíða áfram í óvissu og rétturinn getur ekki starfað nema í einhverjum skugga af þessum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Mér fannst það ágætis punktur í tilkynningu Dómstólasýslunnar,“ sagði Halldóra.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira