Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 16:42 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur fjölmiðlanefnd sérstaklega úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist hafa til nefndarinnar á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga sem varðar lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. „Við getum ekki lagt nafn þessa ágæta félags við þá starfsemi sem þar er í gangi eins og staðan er,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við Vísi. Á meðal þeirra mála sem fjölmiðlanefnd hefur gefið álit á er umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Aðrar umfjallanir eru einnig til skoðunar hjá nefndinni. 26. grein fjölmiðlalaga kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.Aldrei ætlunin að fjölmiðlanefnd skipti sér af Hjálmar segir 26. greinina vera stefnuyfirlýsingu um lýðræðislegar grunnreglur í fjölmiðlum. Það hafi aldrei verið ætlunin að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka fjölmiðlar og fjölmiðlamenn sinna starfi sínu, eins og fram kom í nefndaráliti og umfjöllun um lögin, og nefndin því komin langt út fyrir valdsvið sitt. „Það eru aðilar í þessu samfélagi sem hafa sinnt þessu hlutverki með ágætum áratugum saman eins og siðanefnd Blaðamannafélagsins sem er búin að starfa í meira fimmtíu ár. Og síðan eru það dómstólar sem fólk getur skotið málum til ef það telur á sér brotið í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað nefndin er að hugsa,“ segir Hjálmar. Hann segir það aldrei hafa staðið til hjá löggjafanum að fjölmiðlanefnd ætti að starfa með þessum hætti og að löggjafinn verði að taka ákvörðun um það ef hann vill breyta því. „Ekki einhver stjórnsýslunefnd sem langar að hafa skoðanir á því hvernig blaðamenn sinna störfum sínum,“ segir Hjálmar.Hver sem er getur kært hvað sem er Hann segir þar að auki að enginn umbúnaður sé um það hvernig á að sinna kvörtunum sem berast til fjölmiðlanefndar. „Í raun og veru virðist staðan vera svo, þótt ótrúlegt sé, það er varla hægt að ljúga þessu upp, þá getur hver sem er kært hvað sem er sem birt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Hann þarf ekki að eiga aðild að því, það þurfa ekki að vera tímamörk á því og hann þarf ekki að hafa óskað eftir leiðréttingu á því, eftir því sem ég best fæ séð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlanefnd hefur svarað kvörtunum Blaðamannafélagsins á þá leið að henni sé skylt samkvæmt stjórnsýslulögum að taka til athugunar og eftir atvikum efnislegrar meðferðar öll þau erindi sem nefndinni berast og heyra undir gildissvið laga um fjölmiðla. Hjálmar segir að Blaðamannafélagið taki ekki þátt í slíku og hann bendir á í bréfi sínum að það sé miklum vafa undirorpið hvort það sé ástæða fyrir blaðamenn eða fjölmiðla að ansa því þótt fjölmiðlanefnd hafi skoðanir sem þeir gera á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Fjölmiðlanefnd megi hins vegar hafa sínar skoðanir. „Það er skoðanafrelsi í landinu, guði sé lof, og tjáningarfrelsi,“ segir Hjálmar. Hann ímyndar sér og vill trúa því að fjölmiðlanefnd muni láta af þessu. „Þegar menn skoða málið í grunninn hljóta menn að átta sig á því að þetta er ekki það sem löggjafinn vildi og það er löggjafinn sem stýrir því hvernig málum er háttað á þessum markaði sem öðrum á Íslandi. “ Fjölmiðlar Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur fjölmiðlanefnd sérstaklega úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist hafa til nefndarinnar á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga sem varðar lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. „Við getum ekki lagt nafn þessa ágæta félags við þá starfsemi sem þar er í gangi eins og staðan er,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við Vísi. Á meðal þeirra mála sem fjölmiðlanefnd hefur gefið álit á er umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Aðrar umfjallanir eru einnig til skoðunar hjá nefndinni. 26. grein fjölmiðlalaga kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.Aldrei ætlunin að fjölmiðlanefnd skipti sér af Hjálmar segir 26. greinina vera stefnuyfirlýsingu um lýðræðislegar grunnreglur í fjölmiðlum. Það hafi aldrei verið ætlunin að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka fjölmiðlar og fjölmiðlamenn sinna starfi sínu, eins og fram kom í nefndaráliti og umfjöllun um lögin, og nefndin því komin langt út fyrir valdsvið sitt. „Það eru aðilar í þessu samfélagi sem hafa sinnt þessu hlutverki með ágætum áratugum saman eins og siðanefnd Blaðamannafélagsins sem er búin að starfa í meira fimmtíu ár. Og síðan eru það dómstólar sem fólk getur skotið málum til ef það telur á sér brotið í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað nefndin er að hugsa,“ segir Hjálmar. Hann segir það aldrei hafa staðið til hjá löggjafanum að fjölmiðlanefnd ætti að starfa með þessum hætti og að löggjafinn verði að taka ákvörðun um það ef hann vill breyta því. „Ekki einhver stjórnsýslunefnd sem langar að hafa skoðanir á því hvernig blaðamenn sinna störfum sínum,“ segir Hjálmar.Hver sem er getur kært hvað sem er Hann segir þar að auki að enginn umbúnaður sé um það hvernig á að sinna kvörtunum sem berast til fjölmiðlanefndar. „Í raun og veru virðist staðan vera svo, þótt ótrúlegt sé, það er varla hægt að ljúga þessu upp, þá getur hver sem er kært hvað sem er sem birt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Hann þarf ekki að eiga aðild að því, það þurfa ekki að vera tímamörk á því og hann þarf ekki að hafa óskað eftir leiðréttingu á því, eftir því sem ég best fæ séð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlanefnd hefur svarað kvörtunum Blaðamannafélagsins á þá leið að henni sé skylt samkvæmt stjórnsýslulögum að taka til athugunar og eftir atvikum efnislegrar meðferðar öll þau erindi sem nefndinni berast og heyra undir gildissvið laga um fjölmiðla. Hjálmar segir að Blaðamannafélagið taki ekki þátt í slíku og hann bendir á í bréfi sínum að það sé miklum vafa undirorpið hvort það sé ástæða fyrir blaðamenn eða fjölmiðla að ansa því þótt fjölmiðlanefnd hafi skoðanir sem þeir gera á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Fjölmiðlanefnd megi hins vegar hafa sínar skoðanir. „Það er skoðanafrelsi í landinu, guði sé lof, og tjáningarfrelsi,“ segir Hjálmar. Hann ímyndar sér og vill trúa því að fjölmiðlanefnd muni láta af þessu. „Þegar menn skoða málið í grunninn hljóta menn að átta sig á því að þetta er ekki það sem löggjafinn vildi og það er löggjafinn sem stýrir því hvernig málum er háttað á þessum markaði sem öðrum á Íslandi. “
Fjölmiðlar Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira