Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 21:11 Hæstiréttur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sent erindi til málsaðila í öllum málum á dagskrá Hæstaréttar, sem tekin voru fyrir að einhverjum þeirra fjögurra Landsréttardómara sem bætt var á lista dómsmálaráðherra um dómara við réttinn og sem Alþingi samþykkti, og spurt hvort að farið verði fram á að dómurinn í Landsrétti verði ómerktur. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Þar segir að í dag hafi Hæstiréttur beint fyrirspurn til málsaðila í máli Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavik Media um einmitt þetta, en Ragnheiður Bragadóttir dæmdi í málinu í Landsrétti. Verði krafist að dómurinn verði ómerktur „telur Hæstiréttur, í ljósi þess sem opinberlega hefur komið fram um að íslenska ríkið hafi til athugunar að neyta heimildar í 43. gr. fyrrgreinds samnings til að óska eftir að máli nr. 27374/18 verði vísað til yfirdeildar mannréttindadómstólsins, óhjákvæmilegt að fresta munnlegum flutningi máls nr. 29/2018 um óákveðinn tíma þar til endanleg niðurstaða fæst um þetta efni. Verði á hinn bóginn engin slík krafa gerð mun málið koma til munnlegs flutnings á áður boðuðum tíma,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að áfrýjandinn Glitnir Holdco ehf. og stefndu, Stundin ehf. og Reykjavík Media ehf., hafi tilkynnt að þeir muni ekki krefjast þess fyrir Hæstarétti að dómur Landsréttar verði ómerktur af ofangreindum ástæðum. „Hefur Hæstiréttur því í samræmi við framangreint ákveðið að munnlegur flutningur máls nr. 29/2018 fari fram á áður boðuðum tíma föstudaginn 15. mars nk. Sams konar erindi verður beint til aðila annarra dómsmála fyrir Hæstarétti þar sem eins stendur á um,“ segir á vef Hæstaréttar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hæstiréttur hefur í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sent erindi til málsaðila í öllum málum á dagskrá Hæstaréttar, sem tekin voru fyrir að einhverjum þeirra fjögurra Landsréttardómara sem bætt var á lista dómsmálaráðherra um dómara við réttinn og sem Alþingi samþykkti, og spurt hvort að farið verði fram á að dómurinn í Landsrétti verði ómerktur. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Þar segir að í dag hafi Hæstiréttur beint fyrirspurn til málsaðila í máli Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavik Media um einmitt þetta, en Ragnheiður Bragadóttir dæmdi í málinu í Landsrétti. Verði krafist að dómurinn verði ómerktur „telur Hæstiréttur, í ljósi þess sem opinberlega hefur komið fram um að íslenska ríkið hafi til athugunar að neyta heimildar í 43. gr. fyrrgreinds samnings til að óska eftir að máli nr. 27374/18 verði vísað til yfirdeildar mannréttindadómstólsins, óhjákvæmilegt að fresta munnlegum flutningi máls nr. 29/2018 um óákveðinn tíma þar til endanleg niðurstaða fæst um þetta efni. Verði á hinn bóginn engin slík krafa gerð mun málið koma til munnlegs flutnings á áður boðuðum tíma,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að áfrýjandinn Glitnir Holdco ehf. og stefndu, Stundin ehf. og Reykjavík Media ehf., hafi tilkynnt að þeir muni ekki krefjast þess fyrir Hæstarétti að dómur Landsréttar verði ómerktur af ofangreindum ástæðum. „Hefur Hæstiréttur því í samræmi við framangreint ákveðið að munnlegur flutningur máls nr. 29/2018 fari fram á áður boðuðum tíma föstudaginn 15. mars nk. Sams konar erindi verður beint til aðila annarra dómsmála fyrir Hæstarétti þar sem eins stendur á um,“ segir á vef Hæstaréttar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49