Ás fékk góða gjöf frá Ægi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2019 15:15 Gróa Rán og Sóley Patricia Tedsdóttir við aðra lyftuna. Fréttablaðið/Ernir „Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðjuþjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggismiðstöðin setti þær upp á tveimur stærstu salernum vinnustofunnar. Þar eru þær notaðar af sex manneskjum oft á dag og stöku sinnum fleirum, enda standa þær öllum til boða. „Við vorum áður með segllyftara á hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir sig líka öruggara í þeim og svo er auðveldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á salerni að passa upp á réttar vinnustellingar og álag.“ Hún segir hægt að einstaklingsmiða þjónustuna með því að nota segl sem séu mismunandi að stærð og lögun. Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug á síðasta ári. as Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mismunandi háu starfshlutfalli. „Þetta er stór vinnustaður og margt skemmtilegt í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvaðanæva til að vinna hér og hefur fjölgað hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leiðbeinendur á staðnum af ýmsum stéttum en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu vinn ég í góðu og nánu samstarfi við þroskaþjálfana hér og fleiri fagstéttir. Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks til að vinna ákveðin verk.“ Virknihópar eru meðal þess sem Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu, hún kveðst, í samvinnu við annan leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem annist umhverfisverkefni í Fossvogskirkjugarði, það snúist um að taka í sundur gamla leiðiskransa og flokka grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta er vinna sem starfsfólk garðsins innti af hendi áður. Það er markmið okkar að tengja fólkið hér út í samfélagið, um það má lesa nánar á heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is,“ segir hún. Gróa getur þess til fróðleiks að Ás styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun, það reki vinnustofur víðar en í Ögurhvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
„Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðjuþjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggismiðstöðin setti þær upp á tveimur stærstu salernum vinnustofunnar. Þar eru þær notaðar af sex manneskjum oft á dag og stöku sinnum fleirum, enda standa þær öllum til boða. „Við vorum áður með segllyftara á hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir sig líka öruggara í þeim og svo er auðveldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á salerni að passa upp á réttar vinnustellingar og álag.“ Hún segir hægt að einstaklingsmiða þjónustuna með því að nota segl sem séu mismunandi að stærð og lögun. Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug á síðasta ári. as Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mismunandi háu starfshlutfalli. „Þetta er stór vinnustaður og margt skemmtilegt í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvaðanæva til að vinna hér og hefur fjölgað hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leiðbeinendur á staðnum af ýmsum stéttum en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu vinn ég í góðu og nánu samstarfi við þroskaþjálfana hér og fleiri fagstéttir. Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks til að vinna ákveðin verk.“ Virknihópar eru meðal þess sem Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu, hún kveðst, í samvinnu við annan leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem annist umhverfisverkefni í Fossvogskirkjugarði, það snúist um að taka í sundur gamla leiðiskransa og flokka grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta er vinna sem starfsfólk garðsins innti af hendi áður. Það er markmið okkar að tengja fólkið hér út í samfélagið, um það má lesa nánar á heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is,“ segir hún. Gróa getur þess til fróðleiks að Ás styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun, það reki vinnustofur víðar en í Ögurhvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira