Ellefu samskonar mál á borði Mannréttindadómstólsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 11:28 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir dóm Mannréttindadómstólsins tala sínu máli. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33
Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18