Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 13:33 Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. Þetta hefur verið hans afstaða frá árinu 2017 en Gísli segir að ekkert hafi breyst síðan. Skjáskot: Myndband uvg „Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
„Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04