Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Ritstjórn skrifar 12. mars 2019 10:23 Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra Fréttablaði/Ernir Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipan í Landsrétt heldur skipti fjórum sem tilnefndir voru í Landsrétt út fyrir fjóra umsækjendur. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig, sem Sigríður skipti út, miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Maður, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður skipaði þvert á tillögur nefndarinnar. Áður höfðu héraðsdómur og Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður hefði mátt dæma í málinu. Þessu voru fimm af sjö dómurum við Mannréttindadómstólinn ekki sammála. Skipanin var ólögmæt og voru manninum dæmdar tvær milljónir króna í bætur.Vísir mun fylgjast með gangi málsins í dag í vaktinni hér að neðan.
Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipan í Landsrétt heldur skipti fjórum sem tilnefndir voru í Landsrétt út fyrir fjóra umsækjendur. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig, sem Sigríður skipti út, miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Maður, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður skipaði þvert á tillögur nefndarinnar. Áður höfðu héraðsdómur og Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður hefði mátt dæma í málinu. Þessu voru fimm af sjö dómurum við Mannréttindadómstólinn ekki sammála. Skipanin var ólögmæt og voru manninum dæmdar tvær milljónir króna í bætur.Vísir mun fylgjast með gangi málsins í dag í vaktinni hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17