Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 10:17 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03