Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 10:17 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir að það komi ekki annað til greina en að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segi af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í dag og fjallaði um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðspurð um næstu skrefin á Alþingi segist Helga Vala þurfa að bíða viðbragða ríkistjórnarinnar. „Þau hljóta nú að vera með eitthvað plan. Að minnsta kosti getur dómsmálaráðherra ekki setið áfram, það er alveg ljóst. Hún hlýtur bara að stíga til hliðar í dag. Það kemur ekkert annað til greina. Það er enginn sem framkvæmir þetta annar en hún. Það er allt vegna hennar ákvörðunar, hennar persónulegu,“ segir Helga Vala. Hún segir að vegna dómsins sem féll í dag ríki réttaróvissa á Íslandi. „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu og við erum að tala um að Hæstiréttur fær líka skell fyrir að hafa í rauninni ekki fallist á rök dómfellda, sem var núna að vinna þetta mál.“ Umfangið er gríðarstórt Helga Vala segir að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart þrátt fyrir að hún hefði vonað „í bjartsýni sinni“ að niðurstaðan yrði önnur. Hún segir að dómur MDE grundvallaðist á sömu athugasemdum og hún hefði bent á frá því málið kom fyrst upp. „Ég hef sagt að ef þetta yrði niðurstaðan væri uppi algjör réttaróvissa. Þetta er ekkert grín. Þetta er heill dómstóll og það er ekki hægt að láta eins og þetta sé ekki neitt neitt,“ segir Helga Vala og bendir á að umfang skaðans sé gríðarlegt: „Allir þeir dómar sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti frá 1. janúar 2018 eru þarna undir.“ Ástæðan fyrir því að vafi er nú uppi um alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti er sú að Alþingi greiddi atkvæði um alla 15 dómarana í einu og fór þannig á svig við dómstólalög sem kveða á um að Alþingi hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn umsækjanda. „Þau bara litu svo á að þingsköp toppuðu dómstólalögin. Lögin segja að það eigi að greiða atkvæði um hvern og einn en þau vildu ekki gera það af því að þá hefðu þau tvístrast þegar kæmi að þessum fjórum,“ segir Helga Vala um þá fjóra dómara sem voru ekki efst á blaði samkvæmt hæfnisnefnd. Stórar upphæðir í húfi Helga Vala segir að þeir dómar sem hafa verið kveðnir upp frá 1. janúar 2018 ógildist ekki af sjálfu sér heldur þurfi hver og einn að sækja rétt sinn.Er þá ekki líklegt að aðrir vilji rétta sinn hlut?„Jújú og hver ætlar að borga það? Það er auðvitað ríkið sem borgar það. Sjáðu peningana. Þetta eru endalausir fjármunir sem við erum að borga út af persónulegum ákvörðunum þessarar konu í embætti dómsmálaráðherra. Henni var ráðlagt að gera þetta ekki. Það voru sérfræðingar inn í ráðuneytinu sem sögðu að hún gæti ekki gert þetta svona.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03