Gengu 7,5 kílómetra leið í blindbyl eftir að hafa farið niður um vök Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 07:40 Frá aðstæðum á vettvangi. landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi náðu um klukkan hálfsjö til mannanna þriggja sem fóru niður um vök við Hnausapoll að Fjallabaki í nótt. Mennirnir voru á ferð á tveimur bílum og fóru báðir bílarnir niður í gegnum ísinn. Ætluðu mennirnir að fara til að aðstoða annan mann sem hafði fest bíl sinn á svæðinu en hann var á leið með hóp inn í Landmannalaugar. „Það voru bílar á leið að hjálpa öðrum bíl sem var fastur og þeir lentu í vanda og fara báðir bílarnir niður úr vök á leiðinni. Þeir áttu eftir sirka sjö og hálfan kílómeter í bílinn og þeir voru blautir og kaldir og kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir í svæðisstjórn Landsbjargar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Hún segir allt hafa verið sett í gang þegar útkallið kom en mennirnir þrír hafi ákveðið að labba að bílnum sem var fastur og þeir voru á leiðinni til. Gengu þeir því kaldir og blautir 7,5 kílómetra leið til að komast að bílnum.Mjög blint er og mikill vindur á þeim slóðum þaðan sem mönnunum var bjargað.landsbjörg„Sú ferð gekk bara ágætlega. Þeir voru tvo klukkutíma á ferðinni og komust í bílinn sem var þá heitur og þar fengu þeir heitt að drekka og komust í skjól.“ Margrét segir mjög slæmt veður á svæðinu, blint og mikill vindur, en mennirnir þrír séu allir heilir á húfi. Það hefur tekið björgunarsveitir þó nokkurn tíma að komast á svæðið vegna veðursins þar sem færð er léleg og skyggni slæmt. Þá búast við að það taki tíma fyrir björgunarfólk að koma mönnunum til byggða. Aðspurð segir Margrét að mennirnir hafi vitað af veðrinu. Þeir hafi hins vegar farið af stað til að aðstoða manninn sem hafði verið lengur á ferðinni og ætlaði að vera kominn inn í Landmannalaugar áður en veðrið skall á. Hann er nú lagður aftur af stað þangað með hópinn. „Þannig að þeir eru að fara að hjálpa honum,“ segir Margrét.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Mennirnir sem bíða björgunar eru kaldir og hraktir enda aftaka veður á svæðinu. 12. mars 2019 04:12