Segir hægt að draga úr skemmdum vegna myglu með ábyrgari byggingariðnaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2019 19:15 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu Vísir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu og ráðgjafi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, segir að hægt sé að draga úr skemmdum af völdum myglu í húsnæði með ábyrgari byggingariðnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sylgja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sylgja segir að einnig sé hægt að auka fagþekkingu þegar komi að rakaöryggi húsa og byggingareðlisfræði. Þannig sé að miklu leyti hægt að draga úr mygluskemmdum. Oftar en ekki þegar komið er í óefni vegna myglu sé lélegu viðhaldi um að kenna. „Við nefnilega eigum við þetta vandamál að etja hérlendis, við erum ekki með neina samhæfða verkferla um hvernig skoðunaraðilar skoða byggingar með þessu tilliti og fagþekkingin sjálf er líka mjög mismunandi. Síðan má ekki gleyma að verkbeiðni getur verið mismunandi, aðgengi að húsnæði getur verið mismunandi og það eru mismunandi forsendur sem liggja að baki,“ segir Sylgja. Hún segir skorta samhæfingu á því hvernig húsnæði er tekið út og skoðað fyrir myglu og hvenær skuli taka hlutina alvarlega. Sylgja segir þó einnig að mögulega geti orðið bragarbót þar á. „Það er faghópur sem að er með aðilum frá verkfræðistofunum þar sem við erum að ræða um að samhæfa þessar aðferðir þannig að það er í vinnslu. Það held ég að sé öllum hagsmunaaðilum til bóta.“ Sylgja segir fyrstu einkenni sem fólk kunni að finna til vegna myglu í vistarverum eða öðru húsnæði oftast vera í öndunarfærum eða húð. Önnur einkenni geti verið verkur í meltingafærum eða höfði. Einkennin séu almenn og ekki bundin við myglu, en oft sé hægt að tengja þau við viðveru í ákveðnu húsnæði. Þannig geti fólk oft skánað af einkennunum eða jafnvel losnað við þau þegar húsnæðið sem um ræðir er yfirgefið eða lagað þannig að myglan sé á bak og burt. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við Sylgju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu og ráðgjafi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, segir að hægt sé að draga úr skemmdum af völdum myglu í húsnæði með ábyrgari byggingariðnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sylgja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sylgja segir að einnig sé hægt að auka fagþekkingu þegar komi að rakaöryggi húsa og byggingareðlisfræði. Þannig sé að miklu leyti hægt að draga úr mygluskemmdum. Oftar en ekki þegar komið er í óefni vegna myglu sé lélegu viðhaldi um að kenna. „Við nefnilega eigum við þetta vandamál að etja hérlendis, við erum ekki með neina samhæfða verkferla um hvernig skoðunaraðilar skoða byggingar með þessu tilliti og fagþekkingin sjálf er líka mjög mismunandi. Síðan má ekki gleyma að verkbeiðni getur verið mismunandi, aðgengi að húsnæði getur verið mismunandi og það eru mismunandi forsendur sem liggja að baki,“ segir Sylgja. Hún segir skorta samhæfingu á því hvernig húsnæði er tekið út og skoðað fyrir myglu og hvenær skuli taka hlutina alvarlega. Sylgja segir þó einnig að mögulega geti orðið bragarbót þar á. „Það er faghópur sem að er með aðilum frá verkfræðistofunum þar sem við erum að ræða um að samhæfa þessar aðferðir þannig að það er í vinnslu. Það held ég að sé öllum hagsmunaaðilum til bóta.“ Sylgja segir fyrstu einkenni sem fólk kunni að finna til vegna myglu í vistarverum eða öðru húsnæði oftast vera í öndunarfærum eða húð. Önnur einkenni geti verið verkur í meltingafærum eða höfði. Einkennin séu almenn og ekki bundin við myglu, en oft sé hægt að tengja þau við viðveru í ákveðnu húsnæði. Þannig geti fólk oft skánað af einkennunum eða jafnvel losnað við þau þegar húsnæðið sem um ræðir er yfirgefið eða lagað þannig að myglan sé á bak og burt. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við Sylgju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent