Fánar í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna Heimsljós kynnir 11. mars 2019 13:00 Frá upphafi ráðherrafundar UNEP í morgun. Joyce Msuya/UNEP Fánar blakta víða í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í dag. Að minnsta kosti 22 starfsmenn samtakanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði í yfirlýsingu að hann væri „ákaflega hryggur vegna hörmulegra dauðsfalla“ og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust, þeirra á meðal samstarfsfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum. Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum. Af þeim sem fórust voru sjö starfsmenn Matvælaáætlunar SÞ (WFP), sex frá höfuðstöðvum SÞ í Næróbí, tveir frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), tveir frá Aðalfjarskiptasambandinu (ITU) og einn frá Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ (FAO), Alþjóðlega fólksflutningastofnuninni (IOM) og Sendinefnd SÞ til stuðnings Sómalíu (UNSOM). Þá er vitað einn starfsmann Alþjóðabankans í Washington fórst með vélinni, einn starfsmann Save the Children og einn starfsmann Rauða krossins í Noregi. Margir farþeganna um borð í eþíópísku flugvélinni sem fórst voru á leið á fjórða ráðherrafund Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIEP) í Næróbí sem hófst í morgun og stendur yfir næstu fimm daga. Fánar blöktu í hálfa stöng við fundastaðinn í morgun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Fánar blakta víða í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í dag. Að minnsta kosti 22 starfsmenn samtakanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði í yfirlýsingu að hann væri „ákaflega hryggur vegna hörmulegra dauðsfalla“ og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust, þeirra á meðal samstarfsfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum. Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum. Af þeim sem fórust voru sjö starfsmenn Matvælaáætlunar SÞ (WFP), sex frá höfuðstöðvum SÞ í Næróbí, tveir frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), tveir frá Aðalfjarskiptasambandinu (ITU) og einn frá Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ (FAO), Alþjóðlega fólksflutningastofnuninni (IOM) og Sendinefnd SÞ til stuðnings Sómalíu (UNSOM). Þá er vitað einn starfsmann Alþjóðabankans í Washington fórst með vélinni, einn starfsmann Save the Children og einn starfsmann Rauða krossins í Noregi. Margir farþeganna um borð í eþíópísku flugvélinni sem fórst voru á leið á fjórða ráðherrafund Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIEP) í Næróbí sem hófst í morgun og stendur yfir næstu fimm daga. Fánar blöktu í hálfa stöng við fundastaðinn í morgun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent