Hviður allt að 40 metrum á sekúndu: Mikil hætta á foktjóni í óvenju mikilli veðurhæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:04 Vindaspáin fyrir klukkan níu í kvöld er ekki frýnileg. veðurstofa íslands Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark. Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark.
Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira