Höfnunin varð til heilla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2019 06:30 „Maður verður að horfa á það jákvæða,“ segir Benedikt sem hefur sótt um í listdansskóla í útlöndum. Fréttablaðið/Valli Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sjá meira
Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sjá meira