Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:30 Húnavallaleið styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 14 kílómetra. Grafík/Google Earth/Tótla. Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00
Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06