Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 10:38 Frá Kópaskeri. Vísir/Getty Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Um 200 skjálftar hafa mælst eftir miðnætti í jarðskjálftahrinunni sem stendur yfir í Öxarfirði. Hrinan hefur staðið yfir frá laugardegi en tæplega 500 skjálftar hafa mælst frá þeim degi til dagsins í dag. Flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suður af Kópaskeri. Öflugustu skjálftarnir í þessari hrinu hafa mælst í 3,1 að stærð, sá fyrri klukkan 20:37 í gærkvöldi og sá seinni klukkan 03:51 í nótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir þessum tveimur skjálftum en Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þeir hafi ekki fundist víðar en á Kópaskeri, sem sé eðlilegt miðað við stærð og staðsetningu þeirra. Hann segir að íbúar á Kópaskeri ættu að huga að innanstokksmunum og fara yfir viðbragðsáætlanir vegna þessarar hrinu.Upptök skjálftans hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isEinar segir að ekki hafi bætt í hrinuna en það hefur heldur ekki dregið úr henni. Hún hefur haldið sínum dampi en á milli klukkan 07 og 08 í morgun mældust 60 skjálftar á svæðinu. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði sem er á Tjörnesbeltinu svokallaða sem nær alla leið upp að Grímsey og út fyrir Landey. 14. janúar árið 1976 reið skjálfti yfir á þessu svæði sem mældist 5,5 til 6 stig að stærð. Urðu miklar skemmdir á Kópaskeri í þeim skjálfta að sögn Einars. Tíminn fjallaði um málið á sínum tíma en þar kom fram að flest hús á Kópaskeri hafi skemmst í þeim skjálfta og börn, konur og gamalmenni hafi verið flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavíkur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Rætt var við einn íbúa, Kristveigu Jónsdóttur, sem sagði að henni hefði fundist húsið vera að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Einar segir ekki hægt að segja til um hvort að skjálftinn árið 1976 hafi orðið í samskonar hrinu þar sem mælingar hafi ekki verið jafn víðtækar og í dag.Forsíða Tímans miðvikudaginn 14. janúar árið 1976www.timarit.is
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira