Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku Heimsljós kynnir 25. mars 2019 10:00 Björungarsveitir leggja nótt við dag í Mósambík og víðar. WFP Fórnarlömb ofsaflóða í sunnanverðri Afríku telja 5,3 milljónir íbúa. Tíu dögum eftir hörmungarnar berjast hjálparsveitir við að koma nauðþurftum til fólks á flóðasvæðunum. Í morgun var staðfest að 705 væru látnir, flestir í Mósambík þar sem fellibylurinn Idai gekk á land við borgina Beira. Manntjón varð einnig í Malaví, Simbabve og Madagaskar. Endanlegar tölur um þá sem fórust í hamförunum verða ekki ljósar fyrr en vatn tekur að sjatna á flóðasvæðunum sem ná yfir rúmlega tvö þúsund ferkílómetra. Á vef Rauða krossins segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins vinni nótt sem nýtan dag við það að bjarga mannslífum. Fjölskyldur sem misst hafi allt sitt hafist nú við í fjöldahjálparstöðvum. Rauði krossinn á Íslandi tekur þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna ofsaflóðanna í sunnanverðri Afríku Þjóðirnar sem hafa orðið fyrir barðinu á ofsaflóðunum eru með þeim fátækustu í heimi. Íbúar á flóðasvæðinu lifa margir hverjir á sjálfsþurftarbúskapi. „Á þessum slóðum þekkir fólk þessar hörmulegu afleiðingar loftslagsbreytinga því miður vel og ljóst er að lífsviðurværi margra er tapað. Umfang flóðanna nú er óvenju mikið og eru meira en 228 þúsund hektarar lands undir vatni. Á þessum tímapunkti er þörfin mest fyrir húsaskjól, mat, öruggt drykkjarvatn og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu,“ segir í frétt Rauða krossins. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur þegar sent útkall til allra landsfélaga þar sem óskað er eftir aðstoð. Ljóst er að neyðin er gríðarleg á þessu svæði þar sem fólk er berskjaldað og innviðir oft veikir. Rauði krossinn á Íslandi hefur í gegnum árin starfrækt verkefni á þessum svæðum, t.d. með uppbyggingu á heilsugæslu, öruggu drykkjarvatni og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu. Rauði krossinn á Íslandi hefur þegar sent einn sendifulltrúa á svæðið vegna flóðanna og er í viðbragsstöðu að senda fleiri. Þú getur stutt starf Rauða krossins í sunnanverðri Afríku með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent
Fórnarlömb ofsaflóða í sunnanverðri Afríku telja 5,3 milljónir íbúa. Tíu dögum eftir hörmungarnar berjast hjálparsveitir við að koma nauðþurftum til fólks á flóðasvæðunum. Í morgun var staðfest að 705 væru látnir, flestir í Mósambík þar sem fellibylurinn Idai gekk á land við borgina Beira. Manntjón varð einnig í Malaví, Simbabve og Madagaskar. Endanlegar tölur um þá sem fórust í hamförunum verða ekki ljósar fyrr en vatn tekur að sjatna á flóðasvæðunum sem ná yfir rúmlega tvö þúsund ferkílómetra. Á vef Rauða krossins segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins vinni nótt sem nýtan dag við það að bjarga mannslífum. Fjölskyldur sem misst hafi allt sitt hafist nú við í fjöldahjálparstöðvum. Rauði krossinn á Íslandi tekur þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna ofsaflóðanna í sunnanverðri Afríku Þjóðirnar sem hafa orðið fyrir barðinu á ofsaflóðunum eru með þeim fátækustu í heimi. Íbúar á flóðasvæðinu lifa margir hverjir á sjálfsþurftarbúskapi. „Á þessum slóðum þekkir fólk þessar hörmulegu afleiðingar loftslagsbreytinga því miður vel og ljóst er að lífsviðurværi margra er tapað. Umfang flóðanna nú er óvenju mikið og eru meira en 228 þúsund hektarar lands undir vatni. Á þessum tímapunkti er þörfin mest fyrir húsaskjól, mat, öruggt drykkjarvatn og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu,“ segir í frétt Rauða krossins. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur þegar sent útkall til allra landsfélaga þar sem óskað er eftir aðstoð. Ljóst er að neyðin er gríðarleg á þessu svæði þar sem fólk er berskjaldað og innviðir oft veikir. Rauði krossinn á Íslandi hefur í gegnum árin starfrækt verkefni á þessum svæðum, t.d. með uppbyggingu á heilsugæslu, öruggu drykkjarvatni og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu. Rauði krossinn á Íslandi hefur þegar sent einn sendifulltrúa á svæðið vegna flóðanna og er í viðbragsstöðu að senda fleiri. Þú getur stutt starf Rauða krossins í sunnanverðri Afríku með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent