Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. mars 2019 06:30 "Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei,“ segir Davíð. Fréttablaðið/Stefán Vor borg er ný ljósmyndabók eftir Davíð Þorsteinsson en heitið er fengið úr samnefndu ljóði Guðmundar skálds Böðvarssonar. Bókin er 192 blaðsíður og með 99 ljósmyndum sem teknar eru af fólki á götum Reykjavíkur á sex ára tímabili, 2012-17. Davíð starfaði lengi sem kennari í MR en sinnti jafnframt ljósmyndun. Árið 2011 gaf hann út bókina Óð með svarthvítum ljósmyndum – úrvali verka sinna frá árunum 1983 til 1997 en um það leyti hætti hann myndatökum um alllangt skeið. Ásrún Hauksdóttir fyrir utan heimili sitt á Bjargarstíg 7 í júlí 2013.Spurður hvers vegna hann hafi hætt segir hann: „Það var sagt um Þór hinn ramma að hann þraut örendið við drykkinn hjá Útgarða-Loka. Eitthvert hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram gegnum það sem kann að virðast tilgangslaust streð. Þetta afl hvarf mér um skeið. En þegar ég var að vinna að Óði og að skoða mínar gömlu myndir fannst mér þær sumar vera betur teknar en óteknar. Í kjölfarið kom mér í hug að gaman væri að fara aftur á stjá og skrásetja mitt nánasta umhverfi.“ Myndirnar eru teknar á gamaldags trémyndavél fyrir 4x5 þumlunga blaðfilmu. „Mér fannst myndirnar sem ég hafði tekið með þessari vél á árum áður vera sterkar og innilegar. En þetta er stór og þung vél, 10 eða 12 kílóa stykki á þrífæti og uppsetning og stillingar allar eru seinlegar.“ „Í upphafi myndaði ég borgarlandslag á þessa vél en eftir því sem mér óx ásmegin fór ég að hafa fólk með á myndunum og í þessari lotu myndaði ég eingöngu fólk í sínu náttúrulega umhverfi og það í lit.“Davíð bak við trémyndavélina sem hefur reynst honum svo vel.„Þetta eru vissulega mannamyndir en ég reyni líka að tengja fyrirsátann við heimili sitt, vinnustað eða annað kjörlendi. Sumir eru kunningjar mínir en aðra þekki ég lítið sem ekkert.“ „Spurður hvort einhverjir hafi neitað að sitja fyrir á mynd segir hann: „Auðvitað svöruðu sumir erindi mínu neitandi. Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei.“ Davíð gefur bókina út í aðeins 200 eintökum og er hún prentuð og innbundin í hágæðum á Englandi. „Þegar ég var yngri og hvatvísari hélt ég að það væri lítið mál að selja ljósmyndabók í mörghundruð eintökum en fyrri bók mín, Óður, kenndi mér lexíu. Mig langaði til að prenta 300 eintök af þessari en hin hagsýna húsmóðir sem drottnar á mínu heimili lýsti því yfir að mikilvægast væri að lágmarka tjónið.“ Fólk getur nálgast ljósmyndabókina hjá höfundi en hún verður einnig til sölu hjá Eymundsson á Skólavörðustíg. Birtist í Fréttablaðinu Ljósmyndarar Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Vor borg er ný ljósmyndabók eftir Davíð Þorsteinsson en heitið er fengið úr samnefndu ljóði Guðmundar skálds Böðvarssonar. Bókin er 192 blaðsíður og með 99 ljósmyndum sem teknar eru af fólki á götum Reykjavíkur á sex ára tímabili, 2012-17. Davíð starfaði lengi sem kennari í MR en sinnti jafnframt ljósmyndun. Árið 2011 gaf hann út bókina Óð með svarthvítum ljósmyndum – úrvali verka sinna frá árunum 1983 til 1997 en um það leyti hætti hann myndatökum um alllangt skeið. Ásrún Hauksdóttir fyrir utan heimili sitt á Bjargarstíg 7 í júlí 2013.Spurður hvers vegna hann hafi hætt segir hann: „Það var sagt um Þór hinn ramma að hann þraut örendið við drykkinn hjá Útgarða-Loka. Eitthvert hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram gegnum það sem kann að virðast tilgangslaust streð. Þetta afl hvarf mér um skeið. En þegar ég var að vinna að Óði og að skoða mínar gömlu myndir fannst mér þær sumar vera betur teknar en óteknar. Í kjölfarið kom mér í hug að gaman væri að fara aftur á stjá og skrásetja mitt nánasta umhverfi.“ Myndirnar eru teknar á gamaldags trémyndavél fyrir 4x5 þumlunga blaðfilmu. „Mér fannst myndirnar sem ég hafði tekið með þessari vél á árum áður vera sterkar og innilegar. En þetta er stór og þung vél, 10 eða 12 kílóa stykki á þrífæti og uppsetning og stillingar allar eru seinlegar.“ „Í upphafi myndaði ég borgarlandslag á þessa vél en eftir því sem mér óx ásmegin fór ég að hafa fólk með á myndunum og í þessari lotu myndaði ég eingöngu fólk í sínu náttúrulega umhverfi og það í lit.“Davíð bak við trémyndavélina sem hefur reynst honum svo vel.„Þetta eru vissulega mannamyndir en ég reyni líka að tengja fyrirsátann við heimili sitt, vinnustað eða annað kjörlendi. Sumir eru kunningjar mínir en aðra þekki ég lítið sem ekkert.“ „Spurður hvort einhverjir hafi neitað að sitja fyrir á mynd segir hann: „Auðvitað svöruðu sumir erindi mínu neitandi. Þetta var tvíþætt val: ég valdi fyrirsátann og hann valdi svo hvort hann vildi láta framkallast á filmu eður ei.“ Davíð gefur bókina út í aðeins 200 eintökum og er hún prentuð og innbundin í hágæðum á Englandi. „Þegar ég var yngri og hvatvísari hélt ég að það væri lítið mál að selja ljósmyndabók í mörghundruð eintökum en fyrri bók mín, Óður, kenndi mér lexíu. Mig langaði til að prenta 300 eintök af þessari en hin hagsýna húsmóðir sem drottnar á mínu heimili lýsti því yfir að mikilvægast væri að lágmarka tjónið.“ Fólk getur nálgast ljósmyndabókina hjá höfundi en hún verður einnig til sölu hjá Eymundsson á Skólavörðustíg.
Birtist í Fréttablaðinu Ljósmyndarar Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira