Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 12:15 Um borð í nýja Herjólfi. Mynd/Andrés Sigurðsson Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira