Mazda hyggur á Rotary-vél Finnur Orri Thorlacius skrifar 21. mars 2019 07:45 Ný Rotary-vél hefur reynst svo hagkvæm í rekstri að hún myndi standast allar kröfur um bæði eyðslu og mengun, hversu strangar sem þær væru. Miklar líkur eru á því að Mazda-bílar muni á næstu árum fást með Rotary-vélum en nýleg þróun á vélinni hefur gert þessa vélartækni afar hagkvæma, með litla eyðslu og mengun. Margir muna eftir Mazda RX7 og RX8 sportbílunum með Rotary-vélum en framleiðslu þeirra var hætt, ekki síst vegna mikillar eyðslu vélanna og talsverðs viðhalds. Mazda hefur þó aldrei gefist alveg upp á þessari vélartækni og sífelldar fréttir hafa verið af frekari þróun Mazda á Rotary-tækninni en uppbygging vélarinnar er talsvert frábrugðin hefðbundnum brunavélum. Nú heyrast þær raddir að Mazda hugi að bíl eða bílum sem munu aftur fá Rotary-vélar. Þróun Mazda á vélinni hefur leitt til þess að hún þykir aftur eftirsóknarverð og svo vel hefur Mazda tekist upp að eyðsla hennar er orðin minni en í hefðbundnum brunavélum.Reynist afar hagkvæm í rekstri Í viðtali sem blaðamaður ástralska bílatímaritsins Drive tók við Ichiro Hirose, yfirmann vélasmíði Mazda, á bílasýningunni í Genf fyrir nokkrum dögum kom fram að fyrirhuguð þróun Rotary-vélar sem „range extender“ hafi breyst yfir í það að vera hugsuð sem aðalvél einhverra bíla Mazda. Ný Rotary-vél þeirra hafi reynst svo hagkvæm í rekstri að bjóða mætti hana á öllum mörkuðum þar sem hún myndi standast allar kröfur um bæði eyðslu og mengun, hversu strangar sem þær væru. Því mætti búast við bílum frá Mazda á næstu árum með Rotary-vélar og þá líklega fyrst í heimalandinu Japan og í Ástralíu, en vonandi svo sem víðast um heiminn. Ef til vill er því Rotary-vélin ekki alveg dauð úr öllum æðum, en einn helsti kostur hennar er fólginn í miklu afli frá litlu sprengirými. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent
Miklar líkur eru á því að Mazda-bílar muni á næstu árum fást með Rotary-vélum en nýleg þróun á vélinni hefur gert þessa vélartækni afar hagkvæma, með litla eyðslu og mengun. Margir muna eftir Mazda RX7 og RX8 sportbílunum með Rotary-vélum en framleiðslu þeirra var hætt, ekki síst vegna mikillar eyðslu vélanna og talsverðs viðhalds. Mazda hefur þó aldrei gefist alveg upp á þessari vélartækni og sífelldar fréttir hafa verið af frekari þróun Mazda á Rotary-tækninni en uppbygging vélarinnar er talsvert frábrugðin hefðbundnum brunavélum. Nú heyrast þær raddir að Mazda hugi að bíl eða bílum sem munu aftur fá Rotary-vélar. Þróun Mazda á vélinni hefur leitt til þess að hún þykir aftur eftirsóknarverð og svo vel hefur Mazda tekist upp að eyðsla hennar er orðin minni en í hefðbundnum brunavélum.Reynist afar hagkvæm í rekstri Í viðtali sem blaðamaður ástralska bílatímaritsins Drive tók við Ichiro Hirose, yfirmann vélasmíði Mazda, á bílasýningunni í Genf fyrir nokkrum dögum kom fram að fyrirhuguð þróun Rotary-vélar sem „range extender“ hafi breyst yfir í það að vera hugsuð sem aðalvél einhverra bíla Mazda. Ný Rotary-vél þeirra hafi reynst svo hagkvæm í rekstri að bjóða mætti hana á öllum mörkuðum þar sem hún myndi standast allar kröfur um bæði eyðslu og mengun, hversu strangar sem þær væru. Því mætti búast við bílum frá Mazda á næstu árum með Rotary-vélar og þá líklega fyrst í heimalandinu Japan og í Ástralíu, en vonandi svo sem víðast um heiminn. Ef til vill er því Rotary-vélin ekki alveg dauð úr öllum æðum, en einn helsti kostur hennar er fólginn í miklu afli frá litlu sprengirými.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent