Heiða syngur sig frá áfallastreituröskun Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:45 „Þegar maður fær áfallastreituröskun læðast allt í einu aftan að manni einhver gömul áföll sem maður hefur ekki áttað sig á að gætu haft svona mikil áhrif á mann.“ Ólöf Erla/SVART DESIGN „Ég er að glíma við afleiðingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum.Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og rafræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þannig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“.Langir göngutúrar eru sú líkamsrækt sem Heiðu er ráðlagt að stunda. „Þannig að ég er bara eins og Forrest Gump og geng og geng og geng.“Hún ákvað því að kýla í hljómplötuútgáfu með dyggum stuðningi eiginmannsins Snorra Snorrasonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleikana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í lífinu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti dramatísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosalega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún flytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
„Ég er að glíma við afleiðingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum.Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og rafræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þannig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“.Langir göngutúrar eru sú líkamsrækt sem Heiðu er ráðlagt að stunda. „Þannig að ég er bara eins og Forrest Gump og geng og geng og geng.“Hún ákvað því að kýla í hljómplötuútgáfu með dyggum stuðningi eiginmannsins Snorra Snorrasonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleikana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í lífinu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti dramatísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosalega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún flytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira