Heiða syngur sig frá áfallastreituröskun Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:45 „Þegar maður fær áfallastreituröskun læðast allt í einu aftan að manni einhver gömul áföll sem maður hefur ekki áttað sig á að gætu haft svona mikil áhrif á mann.“ Ólöf Erla/SVART DESIGN „Ég er að glíma við afleiðingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum.Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og rafræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þannig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“.Langir göngutúrar eru sú líkamsrækt sem Heiðu er ráðlagt að stunda. „Þannig að ég er bara eins og Forrest Gump og geng og geng og geng.“Hún ákvað því að kýla í hljómplötuútgáfu með dyggum stuðningi eiginmannsins Snorra Snorrasonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleikana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í lífinu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti dramatísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosalega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún flytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira
„Ég er að glíma við afleiðingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum.Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og rafræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þannig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“.Langir göngutúrar eru sú líkamsrækt sem Heiðu er ráðlagt að stunda. „Þannig að ég er bara eins og Forrest Gump og geng og geng og geng.“Hún ákvað því að kýla í hljómplötuútgáfu með dyggum stuðningi eiginmannsins Snorra Snorrasonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleikana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í lífinu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti dramatísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosalega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún flytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira