Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 18:30 Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira