Þá stendur til að opna Stadia, ef svo má að orði komast, seinna á þessu ári.
Það sem meira er, þá segja forsvarsmenn Google að notendur Stadia muni geta spilað leikina í gegnum streymisþjónustuna með betri gæðum en núverandi leikjatölvur bjóða upp á. Stadia muni styðja 4K upplausn, 60 ramma á sekúndu og hágæðahljóð og seinna meir jafnvel 8K upplausn. Við kjöraðstæður þó.
Notendur munu þurfa stöðuga háhraða internettengingu.
Samantekt frá kynningu Google í gær.
Þá munu notendur meðal annars geta gert pásu í hvaða leik sem þeir eru að spila og skoðað hjálparmyndbönd á Youtube til að komast í gegnum erfiða kafla leiksins.
Það liggur ekki fyrir hvernig viðskiptamódel Stadia er sett upp. Sérfræðingum þykir þó líklegast að notendum verði annað hvort gert kleift að kaupa aðganga að stökum leikjum, eins og gengur og gerist, eða greiða áskriftargjald fyrir aðgang að fjölda leikja. Google hefur lofað frekari upplýsingum í sumar.
Samhliða opinberun Stadia kynnti Google stofnun nýs leikjafyrirtækis sem ber heitið Stadia Games and Entertainment. Því er ætlað að framleiða leiki sem verða eingöngu spilanlegir með Stadia.
Hér má sjá greiningu sérfræðings Digital Foundry á burðum og gæðum Stadia. Hann útskýrir vel hvað Stadia gengur út á, hverju Google hefur lofað og hvað þeir geta staðið við.