Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Sveinn Arnarsson skrifar 20. mars 2019 06:45 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra breytti reglugerð í desember síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofnframlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalánasjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðisöryggi og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.Garðar SverrissonÞannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópurinn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekjulægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lögfræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á einstaklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofnframlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalánasjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðisöryggi og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.Garðar SverrissonÞannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópurinn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekjulægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lögfræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á einstaklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda