„Það hlaut að koma að því!“ skrifar Sóli en stúlkan var tæplega 16 merkur og 51 sentimetri. Stúlkan lét bíða lengi eftir sér en var svo fljót í heiminn þegar að því kom og tók fæðingin aðeins klukkutíma eftir að parið mætti upp á fæðingardeild.
„Það var eins og hún væri með samviskubit yfir því að hafa látið móður sína ganga svona langt fram yfir settan dag og vildi bæta henni það upp.“
Fjölskyldan er himinlifandi með nýjustu viðbótina en fyrir eiga þau þrjú börn, Sóli tvo drengi og Viktoría eina stúlku.