Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Frá afmælisfundinum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið. Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið.
Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira