Karlar og hundar velkomnir í kvenfataverslun Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. apríl 2019 14:00 Silla Berg og Júlía Helgadóttir skemmta sér við að máta flíkur og greina tískustrauma og -stefnur þegar tími gefst til. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira