Innlent

Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr dómsmálaráðuneytinu í morgun.
Úr dómsmálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm
Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. No Borders stóðu að mótmælunum en ljósmyndari Vísis taldi þrettán mótmælendur til viðbótar við þá tvo sem taka upp myndefni.

Lögregla var kölluð til og dró mótmælendurna út úr ráðuneytinu en þar hugðust þeir sitja sem fastast. Voru trommur slegnar og látið í sér heyra.

Elínborg Harpa Önundardottir hjá No Borders segir kyrrsetumótmælin vera haldin til að minna stjórnvöld á að það sé ekki hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn.

Mótmælandi dreginn út úr ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm
„Fyrir helgi barst flóttafólki a Íslandi svar fra dómsmálaráðuneytinu þar sem beiðni þeirra um samráðsfundi var neitað. Bent var á að flóttafólk hefði nú þegar hitt forsætisráðuneytið og að það ætti að duga. Á fundi með forsætisraðuneytinu var flóttafólki hins vegar sagt að þau væru ekki rétta ráðuneytið og að þau ættu að keyra til dómsmálaráðuneytisins,“ segir Elínborg Harpa.

„Því stöndum við og sitjum hér í dag í von um að yfirvöld virði þann sjálfsagða gjörning lýðræðisríkja að hlusta á jaðarsetta hópa samfélagsins þegar þeir biðja um áheyrn og hjálp.“

Fyrir utan ráðuneytið í dag.Vísir/Vilhelm
Kröfurnar 5 sem flóttafólk vilji ræða við yfirvöld séu:



1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 

2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 

3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur 

4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi 

5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annarsstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið byr við.


Tengdar fréttir

Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting

Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×