Barnahús opnað á Akureyri í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2019 13:22 Útibú Barnahúss á Akureyri var opnað formlega í morgun. Mynd/Ragnar Hólm Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika. „Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“ Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg. Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað. Akureyri Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika. „Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“ Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg. Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað.
Akureyri Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira