Hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók: „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. apríl 2019 19:30 Ronja Björk. Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk. Bókmenntir Krakkar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira