Komu mjaldranna frestað þangað til veður leyfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 11:41 Mjaldrarnir þurfa að ferðast langa leið til Íslands. Vísir/Getty Enn verður bið á því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en upprunalega var stefnt var að komu þeirra til Íslands í dag. Flutningi þeirra frá Kína til Vestmannaeyja hefur verið frestað þangað til veður og aðstæður leyfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sealife Trust sem kemur að verkefninu. Um helgina kom í ljós að ekki yrði hægt að flytja hvalina tvo til Eyja samkvæmt áætlun, þar sem ekki hafi tekist að opna Landeyjarhöfn fyrir siglingar á milli lands og Eyja. Talið er að mjaldrarnir, sem fá varanlegt heimili í Klettsvík í Vestmannaeyjum, myndu ekki þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja sem er lokahnykkurinn á ferðalaginu en flug með þá hingað til lands frá Kína tekur um sólarhring. „Þessi tímabunda töf á vandasömum flutningi hvalanna er vegna veðurs og erfiðra aðstæðna til flutninga sjóleiðina frá landi til Vestmannaeyja. Flutningarnir fara fram þegar veður og aðstæður leyfa,“ segir í tilkynningu frá Sealife Trust. Lögð er áhersla á aðeins sé um tímabunda töf að ræða og að allir þeir sem komi að verkefninu séu staðráðnir í því að í „skapa fyrsta griðarstað hvala í heiminum í vernduðu sjávar umhverfi á Íslandi.“ Sem fyrr segir eru mjaldrarnir staðsettir í Kína en alls þarf að flytja þá um 9.000 kílómetra á nýjar heimaslóðir þeirra hér við land. Miklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum en fréttamaður Stöðvar 2 kíkti í heimsókn á dögunum, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir 1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45 Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30 Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Enn verður bið á því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en upprunalega var stefnt var að komu þeirra til Íslands í dag. Flutningi þeirra frá Kína til Vestmannaeyja hefur verið frestað þangað til veður og aðstæður leyfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sealife Trust sem kemur að verkefninu. Um helgina kom í ljós að ekki yrði hægt að flytja hvalina tvo til Eyja samkvæmt áætlun, þar sem ekki hafi tekist að opna Landeyjarhöfn fyrir siglingar á milli lands og Eyja. Talið er að mjaldrarnir, sem fá varanlegt heimili í Klettsvík í Vestmannaeyjum, myndu ekki þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja sem er lokahnykkurinn á ferðalaginu en flug með þá hingað til lands frá Kína tekur um sólarhring. „Þessi tímabunda töf á vandasömum flutningi hvalanna er vegna veðurs og erfiðra aðstæðna til flutninga sjóleiðina frá landi til Vestmannaeyja. Flutningarnir fara fram þegar veður og aðstæður leyfa,“ segir í tilkynningu frá Sealife Trust. Lögð er áhersla á aðeins sé um tímabunda töf að ræða og að allir þeir sem komi að verkefninu séu staðráðnir í því að í „skapa fyrsta griðarstað hvala í heiminum í vernduðu sjávar umhverfi á Íslandi.“ Sem fyrr segir eru mjaldrarnir staðsettir í Kína en alls þarf að flytja þá um 9.000 kílómetra á nýjar heimaslóðir þeirra hér við land. Miklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum en fréttamaður Stöðvar 2 kíkti í heimsókn á dögunum, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir 1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45 Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30 Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45
Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30
Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23