Innlent

21 verkefni fékk styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála

Andri Eysteinsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, er félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, er félags- og barnamálaráðherra. Kristinn Magnússon
Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, veitti 21 verkefni fjárstyrk úr þróunarsjóði innflytjendamála. Heildarfjárhæð styrkjanna nam alls 24 milljónum króna. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að framlög í sjóðinn voru stóraukin milli ára. Í ár voru hátt í 25 milljónir króna til úthlutunar en í fyrra um 10 milljónir króna. . "Lengi býr að fyrstu gerð og er afar mikilvægt er að við hlúum vel að þessum hópi barna bæði námslega og félagslega. Samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar þá útskrifast mun færri innflytjendur af framhaldsskólastigi sem er áhyggjuefni og mikilvægt að skoðað verði ofan í kjölinn hvað veldur og gerð bragarbót á," sagði Ásmundur Einar við úthlutunina.

Alls barst ráðuneytinu 53 umsóknir um styrk og var heildarupphæð umsókna 93 milljónir króna. Rúmlega helmingur veittra styrkja lutu að málefnum barna og fjölskyldna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×