Á ferð um veröldina Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 26. apríl 2019 10:00 Spor er dásamleg upplifun fyrir börn. Fyrr í þessum mánuði var barnadanssýningin Spor frumsýnd í Borgarbókasafninu í Gerðubergi sem einn af viðburðum Barnamenningarhátíðar. Síðan hafa verið haldnar skólasýningar á verkinu en nokkrar almennar sýningar verða á verkinu núna í nokkur skipti. Spor fjallar um orkuna og hvernig hún er alls staðar sjáanleg, heyranleg og snertanleg. Sýningin er ekki eiginleg danssýning heldur gagnvirk sýning þar sem áhorfendur taka þátt og skapa hluta hennar með þátttöku sinni. Áhorfendur eru leiddir af tveimur furðuverum í gegnum undraveröld sem minnir okkur á það sem býr í geimnum, höfunum og jörðinni. Ferðalagið hófst í rými þar sem litlar ljósstjörnur lýstu í myrkrinu en öðru hverju birti þar inni eins og af völdum eldinga. Þaðan lá leiðin inn í silfurlitt rými þar sem fiskur lá undir steini að því virtist. „Þetta eru marglyttur“. „Marglyttur eru ekki hættulegar?…“ Eftir að hafa verið aðeins smeykir við myrkrið í fyrstu mátti heyra að hér vaknaði forvitni áhorfenda. Það upphófust miklar pælingar um hvað þetta væri nú eiginlega sem væri á sviðinu og hvað væri að gerast. Ungir áhorfendur geta venjulega ekki setið hljóðir á leiksýningum og það fallega var að samræður þeirra auðguðu sýninguna en trufluðu hana ekki. Það var í þessu herbergi sem furðuverurnar komu til sögunnar. Þær gáfu leikmununum líf eða hinum svokölluðu „marglyttum“ og buðu áhorfendum að taka þátt í sýningunni með því að bjóða þeim ljós til að hjálpa við að skapa útlit rýmisins. Samferðamaður minn varð mjög hrifin af ljósinu sem hann fékk en var ekki alveg sáttur við að hann þurfti að koma því strax fyrir í leikmyndinni. Hann hefði viljað leika sér aðeins meira með það. Úr hafinu vorum við leidd upp á land, inn í rými þar sem steinar og mosi sköpuðu stemminguna. Í þessu rými dönsuðu verurnar meira og léku sér við hver aðra og mosaverur sem birtust uppi á veggnum. Þær léku sér einnig með steinana í rýminu sem fyrir einhvern galdur gáfu frá sér hljóð þegar sumum þeirra var raðað saman. Áhorfendur fengu að kanna þennan galdur og höfðu gaman af. Sýningin endaði síðan á því að verurnar leiddu hópinn út í raunveruleikann eftir steinunum á gólfinu og kvöddu þá við „hliðið“ að okkar heimi. Spor eins og aðrar sýningar Bíbí & Blaka er dásamleg upplifun fyrir börn (á öllum aldri). Gagnvirknin í sýningunum gengur vel upp í rýminu sem minnir okkur á jörðina en virkaði ekki eins vel í hinum tveimur, þar hefðu áhorfendur mátt fá að leika meira. Það væri gaman að sjá þessa hugmynd með gagnvirknina tekna ennþá lengra. Veröldin (innsetningin) sem farið var í gegnum var heillandi og hljóðheimurinn umvafði mann á þægilegan hátt. Verurnar höfðu þægilega nærveru, sem skipti miklu máli því að nálægðin var mikil, og náðu vel til barnanna þegar þær buðu þeim að leika með. Danssköpunin og frammistaða dansaranna var að venju góð. Tinna Grétarsdóttir hefur gott vald á að semja dans fyrir börn og Snædís Lilja Ingadóttir nær alltaf einstaklega vel til þeirra sem dansari. Valgerður Rúnarsdóttir féll síðan alveg inn í þetta verkefni.Það var ljúf upplifun að ferðast í gengum undraveröld dansverksins Spor. Það hefði samt verið ennþá skemmtilegra ef gagnvirkni sýningarinnar hefði verið ennþá meiri. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði var barnadanssýningin Spor frumsýnd í Borgarbókasafninu í Gerðubergi sem einn af viðburðum Barnamenningarhátíðar. Síðan hafa verið haldnar skólasýningar á verkinu en nokkrar almennar sýningar verða á verkinu núna í nokkur skipti. Spor fjallar um orkuna og hvernig hún er alls staðar sjáanleg, heyranleg og snertanleg. Sýningin er ekki eiginleg danssýning heldur gagnvirk sýning þar sem áhorfendur taka þátt og skapa hluta hennar með þátttöku sinni. Áhorfendur eru leiddir af tveimur furðuverum í gegnum undraveröld sem minnir okkur á það sem býr í geimnum, höfunum og jörðinni. Ferðalagið hófst í rými þar sem litlar ljósstjörnur lýstu í myrkrinu en öðru hverju birti þar inni eins og af völdum eldinga. Þaðan lá leiðin inn í silfurlitt rými þar sem fiskur lá undir steini að því virtist. „Þetta eru marglyttur“. „Marglyttur eru ekki hættulegar?…“ Eftir að hafa verið aðeins smeykir við myrkrið í fyrstu mátti heyra að hér vaknaði forvitni áhorfenda. Það upphófust miklar pælingar um hvað þetta væri nú eiginlega sem væri á sviðinu og hvað væri að gerast. Ungir áhorfendur geta venjulega ekki setið hljóðir á leiksýningum og það fallega var að samræður þeirra auðguðu sýninguna en trufluðu hana ekki. Það var í þessu herbergi sem furðuverurnar komu til sögunnar. Þær gáfu leikmununum líf eða hinum svokölluðu „marglyttum“ og buðu áhorfendum að taka þátt í sýningunni með því að bjóða þeim ljós til að hjálpa við að skapa útlit rýmisins. Samferðamaður minn varð mjög hrifin af ljósinu sem hann fékk en var ekki alveg sáttur við að hann þurfti að koma því strax fyrir í leikmyndinni. Hann hefði viljað leika sér aðeins meira með það. Úr hafinu vorum við leidd upp á land, inn í rými þar sem steinar og mosi sköpuðu stemminguna. Í þessu rými dönsuðu verurnar meira og léku sér við hver aðra og mosaverur sem birtust uppi á veggnum. Þær léku sér einnig með steinana í rýminu sem fyrir einhvern galdur gáfu frá sér hljóð þegar sumum þeirra var raðað saman. Áhorfendur fengu að kanna þennan galdur og höfðu gaman af. Sýningin endaði síðan á því að verurnar leiddu hópinn út í raunveruleikann eftir steinunum á gólfinu og kvöddu þá við „hliðið“ að okkar heimi. Spor eins og aðrar sýningar Bíbí & Blaka er dásamleg upplifun fyrir börn (á öllum aldri). Gagnvirknin í sýningunum gengur vel upp í rýminu sem minnir okkur á jörðina en virkaði ekki eins vel í hinum tveimur, þar hefðu áhorfendur mátt fá að leika meira. Það væri gaman að sjá þessa hugmynd með gagnvirknina tekna ennþá lengra. Veröldin (innsetningin) sem farið var í gegnum var heillandi og hljóðheimurinn umvafði mann á þægilegan hátt. Verurnar höfðu þægilega nærveru, sem skipti miklu máli því að nálægðin var mikil, og náðu vel til barnanna þegar þær buðu þeim að leika með. Danssköpunin og frammistaða dansaranna var að venju góð. Tinna Grétarsdóttir hefur gott vald á að semja dans fyrir börn og Snædís Lilja Ingadóttir nær alltaf einstaklega vel til þeirra sem dansari. Valgerður Rúnarsdóttir féll síðan alveg inn í þetta verkefni.Það var ljúf upplifun að ferðast í gengum undraveröld dansverksins Spor. Það hefði samt verið ennþá skemmtilegra ef gagnvirkni sýningarinnar hefði verið ennþá meiri.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira