Innlent

Þrír Bretar settir í farbann

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Margeir gefur ekkert upp um sakarefnið eða þjóðerni mannanna.
Margeir gefur ekkert upp um sakarefnið eða þjóðerni mannanna. Vísir/Vilhelm
Þrír er­lendir karl­menn voru úr­skurðaðir í far­bann í vikunni sem leið en þeir eru grunaðir um of­beldis­brot á höfuð­borgar­svæðinu. Þetta stað­festir Margeir Sveins­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fallist var á kröfu lög­reglunnar um far­bann en annarri um gæslu­varð­hald yfir mönnunum var hafnað. Far­bannið er í gildi til fimmtu­dagsins 2. maí. Margeir gefur ekkert upp um sakarefnið né þjóðerni mannanna. Sam­kvæmt heimildum ­Fréttablaðsins er um þrjá Breta að ræða sem ekki hafa bú­setu hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×