Hólmfríður í Selfoss Anton Ingi Leifsson skrifar 27. apríl 2019 21:58 Hólmfríður handsalar samninginn. mynd/selfoss Hólmfríður Magnúsdóttir snýr aftur í Pepsi Max-deild kvenna næsta sumar en hún hefur skrifað undir eins árs samning við Selfoss. Hólmfríður var í fæðingarorlofi síðasta sumar en lék sumarið þar á undan með KR eftir að hafa verið þar áður í atvinnumennsku hjá Avaldsnes, Kristianstad og Philadelphia Independence. „Ég ætlaði ekki að spila fótbolta í sumar, en þegar grasið fór að grænka þá fór mig að kitla í tærnar og ég fór að íhuga þetta fyrir tveimur vikum síðan. Ég finn að áhuginn er enn fyrir hendi þannig að ég er ekki tilbúin til að hætta strax,“ sagði Hólmfríður við heimasíðu Selfoss. „Ég ákvað bara að njóta þess að vera í fæðingarorlofi og er búin að ferðast mikið. Ég byrjaði að æfa sjálf í byrjun apríl en mun byggja mig hægt og rólega upp í samráði við Alfreð þjálfara.“ Hólmfríður er ein leikjahæsta knattspyrnukona landsins en hún er í öðru til þriðja sæti yfir leikjahæstu knattspyrnukonurnar með 286 leiki. „Ég er ekkert að stressa mig en á meðan ég er að byggja mig upp þá get ég nýtt reynsluna mína og gefið af henni til ungu stelpnanna. Þetta er ungur hópur og það eru margar efnilegar stelpur hérna,“ bætti Hólmfríður við. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég er bara búin að mæta á eina æfingu en mér finnst hópurinn flottur. Ég á heima hérna á Selfossi og þetta hentar mér vel. Það eru spennandi tímar framundan og vonandi næ ég að setja inn eitt eða tvö mörk seinna í sumar.“ Pepsi Max-deild kvenna hefst um næstu helgi. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir snýr aftur í Pepsi Max-deild kvenna næsta sumar en hún hefur skrifað undir eins árs samning við Selfoss. Hólmfríður var í fæðingarorlofi síðasta sumar en lék sumarið þar á undan með KR eftir að hafa verið þar áður í atvinnumennsku hjá Avaldsnes, Kristianstad og Philadelphia Independence. „Ég ætlaði ekki að spila fótbolta í sumar, en þegar grasið fór að grænka þá fór mig að kitla í tærnar og ég fór að íhuga þetta fyrir tveimur vikum síðan. Ég finn að áhuginn er enn fyrir hendi þannig að ég er ekki tilbúin til að hætta strax,“ sagði Hólmfríður við heimasíðu Selfoss. „Ég ákvað bara að njóta þess að vera í fæðingarorlofi og er búin að ferðast mikið. Ég byrjaði að æfa sjálf í byrjun apríl en mun byggja mig hægt og rólega upp í samráði við Alfreð þjálfara.“ Hólmfríður er ein leikjahæsta knattspyrnukona landsins en hún er í öðru til þriðja sæti yfir leikjahæstu knattspyrnukonurnar með 286 leiki. „Ég er ekkert að stressa mig en á meðan ég er að byggja mig upp þá get ég nýtt reynsluna mína og gefið af henni til ungu stelpnanna. Þetta er ungur hópur og það eru margar efnilegar stelpur hérna,“ bætti Hólmfríður við. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég er bara búin að mæta á eina æfingu en mér finnst hópurinn flottur. Ég á heima hérna á Selfossi og þetta hentar mér vel. Það eru spennandi tímar framundan og vonandi næ ég að setja inn eitt eða tvö mörk seinna í sumar.“ Pepsi Max-deild kvenna hefst um næstu helgi.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira