Misræmi í fjárhagsáætlun þriðjungs sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:23 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís. Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís.
Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira