Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:36 Bára Halldórsdóttir furðar sig á nýjustu kröfu Miðflokkskvartettsins. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir hefur birt reikningsyfirlit sitt á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 2018 og segist ekki hafa neitt að fela. Greint var frá því í dag að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefði farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á umræddu tímabili. „Mér fannst þetta svo mikið bull í þeim,“ segir Bára í samtali við Vísi, innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að birta reikningsyfirlitið. „Ég er hætt að skilja þessa menn. Mér líður eins og ég sé í leiðinlegu forræðismáli.“ Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninga Báru á tímabilinu en hún sendi Vísi yfirlit yfir færslur á tveimur bankareikningum sínum. Strokað hefur verið yfir stöðu og númer reikninganna, nöfn maka og barns auk föðurnafna vina hennar í millifærslunum. Yfirlitin má sjá neðst í fréttinni. Bára lætur jafnframt fylgja útskýringar á nokkrum hæstu greiðslunum. 50 þúsund krónur frá Behcet‘s á Íslandi, samtökum um sjúkdóminn sem Bára er með, voru lagðar inn á reikninginn vegna flugferðar sem hún fór á þeirra vegum. Þá greiddi Sýn hf. Báru 40 þúsund krónur þann 12. desember fyrir myndefni, sem Bára tók á Klaustri þann 20. nóvember, til að nota í fréttum Stöðvar 2.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.VísirRúmar 300 þúsund krónur frá Tryggingastofnun þann 3. desember samanstandi af örorkubótum og desemberuppbót. Því sé um að ræða hærri greiðslu en vanalega. Þá má rekja 2750 króna greiðslu á Klausturbar þann 20. nóvember til tveggja kaffibolla og kokteils sem hún keypti sér á staðnum umrætt kvöld, að sögn Báru. „Ég er ekki að fá neinar upphæðir frá neinum,“ segir Bára jafnframt í samtali við Vísi. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru. Haft var eftir Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanni Báru Halldórsdóttur í kvöldfréttum RÚV að krafa Miðflokksmanna um aðgang að bankareikningi og yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð til og frá Báru væri afar óvenjuleg og varla svaraverð. Ekkert óvenjulegt sé heldur í gögnum frá Báru.Vísir er í eigu Sýnar hf. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Bára Halldórsdóttir hefur birt reikningsyfirlit sitt á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 2018 og segist ekki hafa neitt að fela. Greint var frá því í dag að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefði farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á umræddu tímabili. „Mér fannst þetta svo mikið bull í þeim,“ segir Bára í samtali við Vísi, innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að birta reikningsyfirlitið. „Ég er hætt að skilja þessa menn. Mér líður eins og ég sé í leiðinlegu forræðismáli.“ Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninga Báru á tímabilinu en hún sendi Vísi yfirlit yfir færslur á tveimur bankareikningum sínum. Strokað hefur verið yfir stöðu og númer reikninganna, nöfn maka og barns auk föðurnafna vina hennar í millifærslunum. Yfirlitin má sjá neðst í fréttinni. Bára lætur jafnframt fylgja útskýringar á nokkrum hæstu greiðslunum. 50 þúsund krónur frá Behcet‘s á Íslandi, samtökum um sjúkdóminn sem Bára er með, voru lagðar inn á reikninginn vegna flugferðar sem hún fór á þeirra vegum. Þá greiddi Sýn hf. Báru 40 þúsund krónur þann 12. desember fyrir myndefni, sem Bára tók á Klaustri þann 20. nóvember, til að nota í fréttum Stöðvar 2.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.VísirRúmar 300 þúsund krónur frá Tryggingastofnun þann 3. desember samanstandi af örorkubótum og desemberuppbót. Því sé um að ræða hærri greiðslu en vanalega. Þá má rekja 2750 króna greiðslu á Klausturbar þann 20. nóvember til tveggja kaffibolla og kokteils sem hún keypti sér á staðnum umrætt kvöld, að sögn Báru. „Ég er ekki að fá neinar upphæðir frá neinum,“ segir Bára jafnframt í samtali við Vísi. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru. Haft var eftir Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanni Báru Halldórsdóttur í kvöldfréttum RÚV að krafa Miðflokksmanna um aðgang að bankareikningi og yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð til og frá Báru væri afar óvenjuleg og varla svaraverð. Ekkert óvenjulegt sé heldur í gögnum frá Báru.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01
Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00