500 urriðar komnir á land á ION Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2019 14:33 Það hafa verið að veiðast stórir urriðar eins og venjulega á ION svæðinu á Þingvöllum Mynd: Ion fishing FB Urriðaveiðin í Þingvallavatni virðist vera að ná nýjum hæðum en fréttir af aflabrögðum þar eru ævintýralega góðar. Það svæði sem flestir þekkja og mikil ásókn er í er svæðið sem að öllu jöfnu er nefnt ION svæðið. Veiðin þar á fyrstu vikunni er mögnuð en alls hefur hátt í 500 fiskum verið landað þar á þessari fyrstu viku og í aflanum er að finna ótrúlega gott hlutfall af stórum urriðum allt að 20 pundum að þyngd. Vinsældir svæðisins eru slíkar að það er næsta vonlaust að komast að nema bóka núna fyrir 2020 eða 2021 og þetta er ekkert grín. Þeir sem aftur á móti vilja komast í urriða núna í vor er bent á önnur svæði eins og Kárastaði og Villingavatnsárós en veiðin á seinna svæðinu hefur verið með afbrigðum góð í vor. Dæmi um allt að 33 urriða dagsveiði á tvær stangir þar sem helmingur urriðana er yfir 75 sm hlýtur að segja eitthvað. Mest lesið Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Veiði Uppselt í Hítará Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Veiði
Urriðaveiðin í Þingvallavatni virðist vera að ná nýjum hæðum en fréttir af aflabrögðum þar eru ævintýralega góðar. Það svæði sem flestir þekkja og mikil ásókn er í er svæðið sem að öllu jöfnu er nefnt ION svæðið. Veiðin þar á fyrstu vikunni er mögnuð en alls hefur hátt í 500 fiskum verið landað þar á þessari fyrstu viku og í aflanum er að finna ótrúlega gott hlutfall af stórum urriðum allt að 20 pundum að þyngd. Vinsældir svæðisins eru slíkar að það er næsta vonlaust að komast að nema bóka núna fyrir 2020 eða 2021 og þetta er ekkert grín. Þeir sem aftur á móti vilja komast í urriða núna í vor er bent á önnur svæði eins og Kárastaði og Villingavatnsárós en veiðin á seinna svæðinu hefur verið með afbrigðum góð í vor. Dæmi um allt að 33 urriða dagsveiði á tvær stangir þar sem helmingur urriðana er yfir 75 sm hlýtur að segja eitthvað.
Mest lesið Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Veiði Uppselt í Hítará Veiði Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Veiði