Banaslys nærri Húnaveri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 09:55 Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vísir Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals skammt vestan við Húnaver í gærkvöldi. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og valt mörgum sinnum neðst í Botnastaðabrekku, stundum nefnd Bólstaðarhlíðarbrekka. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi og Lögreglan á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar en TF-LÍF hélt norður á slysavettvang rétt upp úr tíu í gærkvöldi og sótti manninn, sem var alvarlega slasaður, til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Rétt um kl.22.00 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning þess efnis að umferðarslys hefði orðið á þjóðvegi 1 um Langadal.Þjóðveginum um Langadal var lokað að beiðni lögreglu á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Ökumaðurinn sem lést í slysinu er með erlent ríkisfang. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar slysavettvang í dag og því verður veginum lokað eftir klukkan tíu í dag. Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Svínvetningabraut og Skagastrandarveg og Þverárfallsveg til Sauðárkróks. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Blönduós Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals skammt vestan við Húnaver í gærkvöldi. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og valt mörgum sinnum neðst í Botnastaðabrekku, stundum nefnd Bólstaðarhlíðarbrekka. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi og Lögreglan á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar en TF-LÍF hélt norður á slysavettvang rétt upp úr tíu í gærkvöldi og sótti manninn, sem var alvarlega slasaður, til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Rétt um kl.22.00 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning þess efnis að umferðarslys hefði orðið á þjóðvegi 1 um Langadal.Þjóðveginum um Langadal var lokað að beiðni lögreglu á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Ökumaðurinn sem lést í slysinu er með erlent ríkisfang. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar slysavettvang í dag og því verður veginum lokað eftir klukkan tíu í dag. Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Svínvetningabraut og Skagastrandarveg og Þverárfallsveg til Sauðárkróks. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014.
Blönduós Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20