Atli Heimir Sveinsson látinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:39 Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. vísir/pjetur Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en RÚV greinir frá. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Eftirfarandi texti er fenginn af heimasíðu Atla: Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð og níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsikskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jafnfram þessu var Atli í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann fór síðan til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Atli samdi tíu einleikskonserta, sex sinfóníur og á að auki önnur hljómsveitarverk. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Þá má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar, við ljóð eftir Jón Óskar, og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt 15 sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Atli samdi jafnframt 5 óperur. Silkitromman var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela. Sjónvarpsóperan Vikivaki var sýnd samtímis um öll Norðurlönd 1982. Tunglskinseyjan var frumsýnd í Bejing 1996 og síðar í sett upp í Þjóðleikhúsinu. Atli vann mikið í leikhúsum og samdi þar margvíslega tónlist. Má þar nefna Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem gekk 218 sinnum í Iðnó. Þá kenndi hann einnig tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund hins alþjóðlega félags nútímatónlistar árið 1973 og Norræna músikdaga 1976. Þá stofnaði hann Myrka músikdaga árið 1980. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann nautheiðurslauna Alþingis og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim. Hann var einnig gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö. Andlát Tónlist Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Atli Heimir Sveinsson tónskáld er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en RÚV greinir frá. Atli var í hópi virtustu tónskálda landsins og samdi fjölda tónverka.Eftirfarandi texti er fenginn af heimasíðu Atla: Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september 1938. Á æskuheimili hans var tónlist í hávegum höfð og níu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Barnamúsikskóla Dr. Heinz Edelsteins og ári seinna í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jafnfram þessu var Atli í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann fór síðan til Þýskalands og stundaði nám í tónsmíðum, píanóleik og hljómsveitarstjórn við Staatliche Hochschule für Musik í Köln. Atli samdi tíu einleikskonserta, sex sinfóníur og á að auki önnur hljómsveitarverk. Þá samdi Atli margvísleg einleiks- og kammerverk, sönglög og ýmsa tækifæristónlist. Þá má nefna hljómsveitarverkin Tengsl, Flower shower og Hreinn/Súm, Nóttin á herðum okkar, við ljóð eftir Jón Óskar, og Icerapp 2000 sem samið var fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutt 15 sinnum á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum árið 2000. Atli samdi jafnframt 5 óperur. Silkitromman var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venezuela. Sjónvarpsóperan Vikivaki var sýnd samtímis um öll Norðurlönd 1982. Tunglskinseyjan var frumsýnd í Bejing 1996 og síðar í sett upp í Þjóðleikhúsinu. Atli vann mikið í leikhúsum og samdi þar margvíslega tónlist. Má þar nefna Dimmalimm, Dansleik, Ofvitann, Ég er gull og gersemi, Sjálfstætt fólk, Mýrarljós og söngleikinn Land míns föður, sem gekk 218 sinnum í Iðnó. Þá kenndi hann einnig tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1972-1983 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistarhátíð og aðalfund hins alþjóðlega félags nútímatónlistar árið 1973 og Norræna músikdaga 1976. Þá stofnaði hann Myrka músikdaga árið 1980. Þessar hátíðir mörkuðu tímamót í íslensku tónlistarlífi og mynduðu ný tengsl milli Íslands og umheimsins. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi. Hann var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann nautheiðurslauna Alþingis og hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim. Hann var einnig gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rohde Island. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö.
Andlát Tónlist Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira