Vegagerðin innkallaði bankaábyrgðir vegna nýs Herjólfs Kolbeinn Tumi Daðason og Sighvatur Jónsson skrifa 30. apríl 2019 12:00 Nýr Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Mynd/Vegagerðin Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina. Björgvin segir að ríkið hafi krafist endurgreiðslu á um 85% af fjórum milljörðum króna sem var heildarkostnaður framkvæmdanna. Björgvin segir að í næstu viku hefjist undirbúningur að sölu nýs Herjólfs. „Þegar þeir eru búnir að fá peningana sína til baka þá er hann ekkert lengur í eigu Íslendinga,“ segir Björgvin. Hann segir að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi komið skipasmíðastöðinni á óvart. „Já, þetta kom okkur öllum verulega á óvart. Við héldum að menn væru á lokametrunum að ná þessu saman.“ Maciej Lisowski, fulltrúi Crist sem fundaði með samgönguráðherra í Reykjavík á föstudaginn, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að mögulega væri von á yfirlýsingu frá skipasmíðastöðinni í dag.Vegagerðin átti ekki annan kost G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að Vegagerðin hafi ekki rift samningnum við skipasmíðastöðina Crist. Vegagerðin hafi hins vegar innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. „Í dag kemur í ljós hvort skipasmíðastöðin framlengir ábyrgðirnar en viðræður við þá eru í gangi og ekki hægt að tjá sig um gang mála í þeim. Vegagerðin átti engan annan kost en innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í skriflegu svari frá G. Pétri við fyrirspurn fréttastofu. Að neðan má sjá nýlegt kynningarmyndband Crist af nýjum Herjólfi. Fréttin hefur verið uppfærð. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00 Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina. Björgvin segir að ríkið hafi krafist endurgreiðslu á um 85% af fjórum milljörðum króna sem var heildarkostnaður framkvæmdanna. Björgvin segir að í næstu viku hefjist undirbúningur að sölu nýs Herjólfs. „Þegar þeir eru búnir að fá peningana sína til baka þá er hann ekkert lengur í eigu Íslendinga,“ segir Björgvin. Hann segir að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi komið skipasmíðastöðinni á óvart. „Já, þetta kom okkur öllum verulega á óvart. Við héldum að menn væru á lokametrunum að ná þessu saman.“ Maciej Lisowski, fulltrúi Crist sem fundaði með samgönguráðherra í Reykjavík á föstudaginn, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að mögulega væri von á yfirlýsingu frá skipasmíðastöðinni í dag.Vegagerðin átti ekki annan kost G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að Vegagerðin hafi ekki rift samningnum við skipasmíðastöðina Crist. Vegagerðin hafi hins vegar innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. „Í dag kemur í ljós hvort skipasmíðastöðin framlengir ábyrgðirnar en viðræður við þá eru í gangi og ekki hægt að tjá sig um gang mála í þeim. Vegagerðin átti engan annan kost en innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í skriflegu svari frá G. Pétri við fyrirspurn fréttastofu. Að neðan má sjá nýlegt kynningarmyndband Crist af nýjum Herjólfi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00 Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00
Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00
Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15
Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00