Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, er smíði skipsins sýnd á skemmtilegan hátt allt frá því að smíðin hófst og þangað til Herjólfur var sjósettur. Ljóst er að smíði skipsins fól í sér ansi mörg handtök. Segja má að myndbandið sé nokkuð dramatískt enda er tónlistin undir í þeim dúr.
Líkt og kunnugt er hefur afhending skipsins dregist þar sem skipasmíðastöðin hefur krafið íslenska ríkið um rúman milljarð í aukakostnað vegna smíði ferjunnar, yrði heildarkostnaður þá fimm milljarðar.
Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra, hefur sagt í fjölmiðlum að ríkið ætli ekki að greiða upphæðina og skipasmíðastöðin hefur verið krafin um dagsektir vegna seinkunar á smíði skipsins.
Pólski sendiherrann á Íslandi vonar hins vegar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi.